Skip to main content

Árshátíð 2024

Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 5. október 2024!

Húsið opnar kl 18:30 með fordrykk og mun Grillvagninn síðan sjá um að enginn fari út í nóttina svangur.

Arnar Friðriks mun halda uppi fjörinu í veislunni þangað til að Dj Spotify tekur við keflinu.

Happdrættið verður á sínum stað með stórglæsilegum vinningum ásamt því að hægt verður að festa gleðina á filmu í myndabásnum fræga !

Kaffi og gos í boði en aðra drykki komum við með okkur sjálf 🥂

Verðið eru litlar 6000 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning: 0133-26-011755 kt: 490695-2309 og senda svo staðfestingu á neistinn@neistinn.is

Hægt er að skrá sig og greiða til 2.október og miðar verða afhentir við innganginn

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga frábæra stund saman