Skip to main content

Hlauptu til styrktar Neistanum í Reykjavíkurmaraþoninu

Reykjavíkurmaraþonið í ár fer fram laugardaginn 24. ágúst næstkomandi.

Við hvetjum alla til að hlaupa, ganga eða bara að skríða í liði Neistans og skora á vini og vandamenn að heita á sig til að styrkja okkur öll.

  • Þú getur valið um að skrá þig (eða aðra) í eftirfarandi vegalengdir:
    • Maraþon (42,2 km) – fyrir þau sem verða 18 ára á árinu
    • Hálfmaraþon (21,1 km) – fyrir þau sem verða 15 ára á árinu og eldri
    • 10 km hlaup  – fyrir þau sem verða 12 ára á árinu og eldri
    • Skemmtiskokk – fyrir fólk á öllum aldri

Þeir sem taka ekki þátt í Reykjavíkurmaraþoninu geta heitið á hlauparana okkar á hlaupastyrk.is

Áfram Neistinn !