Skip to main content

Kynning á stjórn 2024

Ég heiti Theódóra Kolbrún Jónsdóttir.

Ég kynntist Neistanum þegar yngsta barnið mitt, Theódór Bent, fæddist með alvarlegan hjartagalla og fór fjögurra daga gamall til Lundar þar sem hann fór í sína fyrstu opnu hjartaaðgerð viku gamall. Tveggja ára gamall fór hann svo í sína aðra opnu hjartaaðgerð.

Hann hefur verið í reglulegu eftirliti hjá Gulla barnahjartalækni frá því í móðurkvið og mun þurfa að halda því áfram út ævina.

Það sem hefur hjálpað mér óendanlega mikið er að finnast ég tilheyra hópi sterkra hjartaforeldra og ómetanlegt að geta leitað til félagsins til þess að fá tilfinningalegan, félagslegan og fjárhagslegan stuðning þegar á reynir.

Því er það mér heiður að fá að leggja mitt af mörkum í stjórn Neistans og hlakka til komandi tíma.