![Dagný Gunnarsdóttir frá Stuðlum, Anna Björk Eðvarsdóttir frá Barnaspítala Hringsins og Elín Eiríksdóttir frá Neistanum eru hér með Agli Viðarssyni, framkvæmdastjóra Verkís og Snæbirni Jónssyni, stjórnarformanni Verkís.](https://neistinn.is/wp-content/uploads/2024/12/Neistinn.webp)
Í síðustu viku afhentu Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, og Snæbjörn Jónsson, stjórnarformaður Verkís, styrki til þriggja aðila sem vinna mikilvæg störf í þágu samfélagsins. Styrkina hlutu Barnaspítali Hringsins, Neistinn – félag til stuðnings hjartveikum börnum, og Stuðlar – meðferðarstöð fyrir börn og unglinga.
Verkís leggur áherslu á að styðja verkefni sem stuðla að bættri líðan barna og unglinga, auk stuðnings við fjölskyldur þeirra. Með styrkveitingunni vill fyrirtækið hvetja þessi félög til að halda áfram að vinna ómetanlegt starf í þágu samfélagsins.
Við þökkum Verkís innilega fyrir styrkinn og óskum þeim öllum gleðilegrar hátíðar.