Núna eru liðnir nokkrir dagar frá Reykjavíkurmaraþoninu, og búið að loka fyrir áheitasöfnun.
Í ár söfnuðust hvorki meira né minna en 3.389.560 krónur !
Við viljum þakka öllum hlaupurunum okkar, sem og öllum þeim sem hétu á þá, og að sjálfsögðu öllum sem mættu á hvatningarstöðina og hvöttu hlauparana áfram!
Takk fyrir okkur ♥ Takk fyrir að vera sýnileg og vekja athygli á okkar fallega félagi ♥
Hjartans þakkir fyrir okkur, ykkar framlag er okkur ómetanlegt ♥