Skip to main content

Sumarhátíð Neistans

Fimmtudaginn 30.maí síðasliðinn var sumarhátíð Neistans haldin með glæsibrag í Guðmundarlundi í Kópavogi ☀️

Veðrið var gott með köflum en hefði mátt vera betra, þrátt fyrir sólarleysi skemmtu sér allir konunglega líkt og vanalega. Veðrið stoppar okkar fólk heldur betur ekki!

Bæjarins Beztu pylsur sáu um að enginn færi svangur heim heldur allir saddir og sælir eftir ljúffengar pylsur! Svo má ekki gleyma ískalda kristalinum, capri sun svalanum og frostpinnum frá Kjörís ☀️

Skátaland setti upp hoppukastala sem vakti ansi mikla lukku hjá yngri kynslóðinni svo við erum nokkuð viss um að það verði endurtekið á næstu hátíð 🤩

Sjóræningi og Elsa prinsessa mættu frá Prinsessur.is og skemmtu sér vel með krökkunum. Þau spjölluðu mikið, blésu sápukúlur og léku saman. Börnin eru alltaf jafn ánægð að hitta fígúrurnar frá þeim og óska flest eftir myndum og knús frá þeim 🤩

 

Glimmerbarinn mætti og skreyttu lítil sem smá andlit með glimmeri ✨það voru nokkrir vel sáttir með glimmerið og skörtuðu því á báðum kinnum og víðar !

Ekki voru eingöngu uppákomur á sumarhátíðinni heldur er einnig glæislegur leikvöllur í Guðmundarlundi með rennibrautum, þrautabrautum og rólum sem allir gestir höfðu aðgang að.

Heilt yfir var dásamlegt og gaman að hitta alla sem komu, kærar þakkir fyrir komuna og við hlökkum til að sjá enn fleiri á næstu sumarhátíð ☀️

Sérstakar þakkir til samstarfsaðila sem hjálpuðu okkur að gera þessa sumarhátíð að veruleika.

Sumarkveðjur

Guðrún og Þórhildur