Skip to main content

Pílukvöld og pizzur hjá 9–12 ára hópnum

By maí 28, 2025Fréttir

Sjö krakkar úr 9–12 ára hópi Neistans hittust í MiniGarðinum og spiluðu pílu saman. Það var létt stemning, krakkarnir prófuðu sig áfram í leiknum og nutu þess að vera saman – og greinilegt að vináttan styrkist með hverjum hittingi.

Eftir píluna var sest niður með pizzur og spjallað um næstu skref. Hugmyndir um hausthittinginn voru margar: fimleikasalur, Klifurhúsið, keila eða minigolf – og það verður spennandi að sjá hvað hópurinn velur.

Krakkarnir kvöddu eftir skemmtilegt kvöld og hlökkuðu til að hittast aftur í haust og vonandi bætist enn í hópinn.