Skip to main content

Afmælishátíð Neistans

By júní 11, 2025Fréttir

10.júní hélt Neistinn upp á 30 ára afmæli með stórglæsilegri hátíð að Guðmundarlundi í Kópavogi.

Hátt í 150 félagsmenn sóttu hátíðina og skipuleggjendur hæstánægðir með mætinguna. Veðrið var dásamlegt en sú gula var ekki eins mikið að kíkja á okkur eins og óskin hefði verið, þrátt fyrir það heppnaðist hátíðin mjög vel og allir fóru sáttir og sælir heim eftir ánægjulega samverustund saman❤️

                                                       

Frábærir sjálfboða grillarar sáu til þess að enginn fór svangur né þyrstur heim eftir sumar grillaðar pylsur og gos/djús. Í eftirrétt voru síðan ljúffengar muffins með okkar fallega merki á í tilefni 30 ára afmæli Neistans 9.maí síðastliðinn ❤️

                                                                         

Guðmundarlundur býður uppá svo mikla skemmtilega útiveru með leikvöllum, minigolfvelli og frisbígolfvelli sem allir gestur gátu nýtt sér. Krakkahestar reiddu káta hugrakka krakka í hringi meðan hátíðinni stóð og draumur margra uppfylltist á þeirri stundu. Andlitsmálning barnanna skreytti lítil falleg andlit meðan á hátíðinni stóð sem vakti gífurlega lukku. Það er svo dásamlegt að sjá glaða krakka með stórar skoðanir breytast í allskyns fígúrur með fallegri andlitsmálun. Tónafljóð komu einnig og breiddu út gleði brosum með fallegum röddum, litríkum kjólum og leikrænum tilþrifum. Þær slá hreinlega alltaf í gegn þegar þær koma til okkar, endar allar dásamlegar manneskjur. Hoppukastalar frá Skátalandi hjálpuðu virkum krökkum að losa orku fyrir svefninn. Það voru 2 hoppukastalar stærðir svo allur aldur gæti hoppað og skoppað sér til gamans, einn sem heitir Litla Krútt og einn sem heitir Ninja braut. Að lokum mættu okkar yndiskæru Skoppa og Skrítla til að spjalla við krakkana og taka fullt af fallegum myndum.

                                                                

Heilt yfir var alveg stórkostlega gaman að sjá alla, njóta samverunnar saman og fagna 30 árum með okkar merkilega félag. Takk allir fyrir komuna, sjáumst á næsta ári!❤️

                                                  

Sérstakar þakkir til samstarfsaðila sem hjálpuðu okkur að gera þessa afmælishátíð að veruleika.