Skip to main content
All Posts By

Neistinn

Unglingahittingur í Keiluhöllinni

By Fréttir

Miðvikudaginn 25. júní kom unglingahópur Neistans saman í Keiluhöllinni við Egilshöll. Þar var spilað keilu, spjallað og notið góðrar samveru í léttu og afslöppuðu andrúmslofti.

Það var gaman að sjá hversu vel hittingurinn heppnaðist og hversu mikið unglingarnir nutu sín í félagsskapnum.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og hlökkum til næsta tækifæris þar sem við hittumst aftur og eigum saman góðar stundir.

      

Afmælishátíð Neistans

By Fréttir

10.júní hélt Neistinn upp á 30 ára afmæli með stórglæsilegri hátíð að Guðmundarlundi í Kópavogi.

Hátt í 150 félagsmenn sóttu hátíðina og skipuleggjendur hæstánægðir með mætinguna. Veðrið var dásamlegt en sú gula var ekki eins mikið að kíkja á okkur eins og óskin hefði verið, þrátt fyrir það heppnaðist hátíðin mjög vel og allir fóru sáttir og sælir heim eftir ánægjulega samverustund saman❤️

                                                       

Frábærir sjálfboða grillarar sáu til þess að enginn fór svangur né þyrstur heim eftir sumar grillaðar pylsur og gos/djús. Í eftirrétt voru síðan ljúffengar muffins með okkar fallega merki á í tilefni 30 ára afmæli Neistans 9.maí síðastliðinn ❤️

                                                                         

Guðmundarlundur býður uppá svo mikla skemmtilega útiveru með leikvöllum, minigolfvelli og frisbígolfvelli sem allir gestur gátu nýtt sér. Krakkahestar reiddu káta hugrakka krakka í hringi meðan hátíðinni stóð og draumur margra uppfylltist á þeirri stundu. Andlitsmálning barnanna skreytti lítil falleg andlit meðan á hátíðinni stóð sem vakti gífurlega lukku. Það er svo dásamlegt að sjá glaða krakka með stórar skoðanir breytast í allskyns fígúrur með fallegri andlitsmálun. Tónafljóð komu einnig og breiddu út gleði brosum með fallegum röddum, litríkum kjólum og leikrænum tilþrifum. Þær slá hreinlega alltaf í gegn þegar þær koma til okkar, endar allar dásamlegar manneskjur. Hoppukastalar frá Skátalandi hjálpuðu virkum krökkum að losa orku fyrir svefninn. Það voru 2 hoppukastalar stærðir svo allur aldur gæti hoppað og skoppað sér til gamans, einn sem heitir Litla Krútt og einn sem heitir Ninja braut. Að lokum mættu okkar yndiskæru Skoppa og Skrítla til að spjalla við krakkana og taka fullt af fallegum myndum.

                                                                

Heilt yfir var alveg stórkostlega gaman að sjá alla, njóta samverunnar saman og fagna 30 árum með okkar merkilega félag. Takk allir fyrir komuna, sjáumst á næsta ári!❤️

                                                  

Sérstakar þakkir til samstarfsaðila sem hjálpuðu okkur að gera þessa afmælishátíð að veruleika. 



Afmælishátíð Neistans 10 júní

By Fréttir
Í tilefni 30 ára afmæli Neistans 9.maí síðastliðinn ætlar Neistinn að halda afmælishátíð fyrir félagsmenn ❤️
Hátíðin verður haldin 10.júní milli 17:00 og 19:00 í Guðmundalundi, Kópavogi líkt og sumarhátíðir félagsins síðustu ár.
Mikil afþreying verður á svæðinu og frábær dagskrá.

Sumargrillaðar pylsur og drykkir fyrir alla ❤️
Dagskrá ❤️
17:00 – 19:00 Hoppukastalar frá Skátalandi fyrir allan aldur🎉
17:00 – 19:00 Minigolf og/eða frisbígolf
17:00 – 19:00 Krakkahesta reiða börn í hringi 🐎
17:30 – 18:00 Tónafljóð🎶
18:00 – 19:00 Skoppa og Skrítla spjalla við börnin 🪁

Pílukvöld og pizzur hjá 9–12 ára hópnum

By Fréttir

Sjö krakkar úr 9–12 ára hópi Neistans hittust í MiniGarðinum og spiluðu pílu saman. Það var létt stemning, krakkarnir prófuðu sig áfram í leiknum og nutu þess að vera saman – og greinilegt að vináttan styrkist með hverjum hittingi.

Eftir píluna var sest niður með pizzur og spjallað um næstu skref. Hugmyndir um hausthittinginn voru margar: fimleikasalur, Klifurhúsið, keila eða minigolf – og það verður spennandi að sjá hvað hópurinn velur.

Krakkarnir kvöddu eftir skemmtilegt kvöld og hlökkuðu til að hittast aftur í haust og vonandi bætist enn í hópinn.

Nemendur í 10. bekk Vogaskóla styrkja Neistann með rausnarlegri gjöf

By Uncategorized

Í dag fengum við hjá Neistanum góða heimsókn frá 10. bekk Vogaskóla, sem komu færandi hendi með rausnarlegan styrk að upphæð 50.000 kr.

Við tókum á móti nemendunum í húsnæði Neistans þar sem haldin var lítil móttaka með léttum veitingum. Nemendurnir afhentu formlega styrkinn og fengu kynningu á starfi Neistans og því mikilvæga hlutverki sem félagið gegnir í stuðningi við börn með hjartagalla og fjölskyldur þeirra.

Það er einstaklega hvetjandi að sjá ungt fólk leggja sitt af mörkum til samfélagsins með þessum hætti. Slíkur stuðningur er ómetanlegur fyrir Neistann og veitir okkur aukinn kraft til að halda áfram mikilvægu starfi okkar.

Við færum nemendum og starfsfólki Vogaskóla okkar innilegustu þakkir fyrir höfðinglega gjöf og hlýhug.

Aðalfundur Neistans 2025

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl n.k. klukkan 20:00.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

 

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2.  Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar félagsins lagðir fram
  4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna kynntir
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga
  7. Kosning stjórnar*
  8. Önnur mál

 

*Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára.

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beiðnir um að láta vita eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.

 

Við vekjum athygli á því að aðeins þeir sem eru félagsmenn og hafa greitt félagsgjöldin a.m.k. 14 dögum fyrir aðalfund hafa atkvæðisrétt.

Sumarbúðir hjartveikra unglinga 14-18 ára ❤️

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir hjartaveikra unglinga, 14 – 18 ára ( fædd 2007 -2011), verða í Emäsalo í Finnlandi sumarið 2025. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og blómstra. Undanfarin ár hefur verið dýrmætt að fylgjast með unglingunum mynda traust jafningjasambönd í sumarbúðunum.

Búðirnar standa yfir dagana 15 – 22. júlí 2025.

Sumarbúðirnar voru með örlítið breyttu sniði í fyrra ( 2024 ) þar sem þær breyttust úr Norðurlandabúðum yfir í Evrópubúðir. Löndin sem taka þátt í ár eru Ísland, Finnland, Spánn, Írland og Bretland en það er enn möguleiki á að fleiri lönd bætist við. Þó verða ekki fleiri en 60 unglingar frá þessum löndum samtals.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt þurfa að hafa samband við Neistann í síma  899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

Það eru 10 laus pláss fyrir íslendinga en vert er að athuga að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í sumarbúðirnar.

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2025.

Vitundarvika um meðfædda hjartagalla 7-14 febrúar 2025

By Fréttir

Vikuna 7.-14. febrúar stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla ❤️

Þessa viku eykur Neistinn áherslu á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á mikilvægri starfsemi Neistans.

Einnig mun Neistinn, með traustri og mikilvægri aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, prjóna og gefa öllum nýburum sem fæðast þessa viku fallega, rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna, en árlega fæðast um 70 hjartveik börn á Íslandi.

Frekari dagskrá í vitundarviku verður auglýst fljótlega ❤️

Hér er hægt er að nálgast uppskriftina af Neistahúfunni en heiðurinn af þessari fallegu húfu á Margrét Harpa hjartamamma. Húfurnar eru allar rauðar á lit líkt og einkennislitur hjartans ber. Hægt er að skila húfum til okkar með því að hafa samband í 899-1823 eða neistinn@neistinn.is.

Dagný Gunnarsdóttir frá Stuðlum, Anna Björk Eðvarsdóttir frá Barnaspítala Hringsins og Elín Eiríksdóttir frá Neistanum eru hér með Agli Viðarssyni, framkvæmdastjóra Verkís og Snæbirni Jónssyni, stjórnarformanni Verkís.

Neistinn hlaut styrk frá Verkís

By Fréttir

Í síðustu viku afhentu Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, og Snæbjörn Jónsson, stjórnarformaður Verkís, styrki til þriggja aðila sem vinna mikilvæg störf í þágu samfélagsins. Styrkina hlutu Barnaspítali Hringsins, Neistinn – félag til stuðnings hjartveikum börnum, og Stuðlar – meðferðarstöð fyrir börn og unglinga.

Verkís leggur áherslu á að styðja verkefni sem stuðla að bættri líðan barna og unglinga, auk stuðnings við fjölskyldur þeirra. Með styrkveitingunni vill fyrirtækið hvetja þessi félög til að halda áfram að vinna ómetanlegt starf í þágu samfélagsins.

Við þökkum Verkís innilega fyrir styrkinn og óskum þeim öllum gleðilegrar hátíðar.