Skip to main content

Framkvæmdastjóri Neistans

By apríl 6, 2022Fréttir
Hjarta í góðum höndum

Neistinn leitar eftir öflugum og drífandi einstakling í starf framkvæmdarstjóra félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri félagsins.
  • Skipulagning og þátttaka markaðssetningu félagsins.
  • Frumkvæði að stefnumótun, þróun og áætlanagerð.
  • Ábyrgð og umsjón með fjáröflun félagsins.
  • Þátttaka og ábyrgð á alþjóðlegu samstarfi.
  • Önnur verkefni í samráði við stjórn.
  • Góð þekking á samfélagsmiðlum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar.
  • Hæfni til að leiða öfluga kynningu á starfsemi Neistans.
  • Góð tungumálakunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Lipurð í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Sótt er um starfið í gegnum atvinnuleitarmiðilinn Alfreð