Skip to main content

Norrænu sumarbúðirnar 2014

By nóvember 1, 2014Unglingastarf

 

NYC 2014Búðirnar fóru að þessu sinni fram á Íslandi, nánar tiltekið á gistiheimilinu Hjarðarbóli, rétt utan við Hveragerði, dagana 20. – 27. júlí.

 

Um 60 manns frá öllum Norðurlöndunum (10 krakkar og 2 fararstjórar frá hverju landi) komu saman í viku og glímdu við þrautir og skemmtu sér saman.  Að vanda var stór hluti gleðinnar fólginn í því að kynnast öðrum hjartakrökkum og hafa þessar búðir oft verið góður jarðvegur fyrir frekari kynni.


Guðrún Bergmann og maðurinn hennar hann Jói voru fararstjórar íslenska hópsins auk þess sem þau báru hitann og þungann af öllum undirbúningi.  Og hann var ekki lítill og var altalað að prógrammið í ár hefði verið sérstaklega mikið og fjölbreytt.


Á Fésbókarsíðu okkar má sjá stuðmyndir frá búðunum.