Skip to main content

Hjólað fyrir Neistann

By júní 13, 2016Fréttir

Hjólað fyrir Neistann var lokaverkefni þriggja stelpna úr 10. bekk Réttarholtsskóla.

Katarína Eik Sigurðardóttir, Hlín Eiríksdóttir og Ólöf Jóna Marinósdóttir lögðu af stað í 24 klukkustunda hjólaferðalag til að safna áheitum fyrir Neistann. Þær hjóluðu alls 285 km og söfnuðu 145.500 krónum. Þær gerðu myndband úr ferðinni og gáfu okkur einnig eintak af bók sem fjallar um ferðalagið í orði og myndum. Við hjá Neistanum þökkum þessum metnaðarfullu stelpum hjartanlega fyrir styrkinn og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. Aurinn mun svo sannarlega nýtast vel.


Hægt er að sjá skemmtilegt video frá ferðinni hér


Neistinn Cyclothon