Skip to main content

Víkingahátíðin 2016

By júní 21, 2016Fréttir

Helgina 16. – 19. júní fór fram hin árlega víkingahátíð í Hafnarfirði við Fjörukránna. 

Mikið fjölmenni var á staðnum frá hinum ýmsu löndum og landshornum, sýndi og seldi handverk, kynnti forna víkingasiði, leiki og bardaga og skemmti sér saman.

Grétar Hermannsson, víkingur með meiru, búsettur í Svíþjóð, ákvað að styðja við Neistann  með sölu á eyrnalokkum með lífstrénu – Ask Yggdrasils. 

Söfnuðust alls tæpar 64 þúsund krónur til handar Neistanum.

 

En það endar ekki þar, því hann ákvað að gefa Neistanum þá eyrnalokka sem eftir urðu, og er hægt að kaupa þá í gegnum Söndru, stjórnarmeðlim Neistans, með því að senda skilaboð á fésbókinni

 

Við hjá Neistanum kunnum Grétari hjartans þakkir fyrir

 

víkingahátíðeyrnalokkar