Skip to main content

Lionsklúbburinn Fjölnir styrkir Neistann

By maí 30, 2016

Lionsklúbburinn Fjölnir eflir á næstu vikum til fjáröflunarátaks til stuðnings Neistanum.

Þeir sem styðja Neistann um 3980 krónur eða meira fá sendan DVD -disk með hinni mögnuðu heimildarmynd Ferðalag keisaramörgæsanna, með íslensku tali.

Myndin var tekin upp við öfgakenndar aðstæður á Suðurpólnum og í henni er sögð saga af lífi á hjara veraldar. 


Ferðalag keisaramörgæsanna sló algerlega í gegn þegar hún var fyrst sýnd og hlaut Óskarsverðlaunin árið 2005. Hún er ljóðræn og tilfinningaþrungin og þykir lýsa tilfinningum mannanna meistarlega vel.

Við sjáum okkur sjálf í þessum stórmerkilegum fuglum.


penguins