Lundur – aðgerðin – spítalinn

Háskólasjúkrahúsið í Lundi hefur yfir sér heimilislegt yfirbragð og mikið lagt upp úr því að sjúklingum og aðstandendum líði vel.  Við Íslendingarnir höfum fengið skipaðan sérstakan tengilið fyrir okkur, sem er íslenskur hjúkrunarfræðingur (sjá síma og netfang hér).

Þeir sem vilja kynna sér barnaspítalann frekar en gert er hér á síðunni er bent á síður spítalans sjálfs.  Þær eru mjög aðgengilegar og góðar fyrir þá sem kunna jafnvel bara lítilræði í “skandinavísku”.   Sjá hér um barnahjartadeildina.

Innritunin á spítalann

Innritunardagurinn fer í viðtöl, læknisskoðanir og rannsóknir ýmsar til undirbúnings aðgerðinni.
Nánar um innritunina …

Aðgerðardagurinn

Þetta er stóri dagurinn. Hér er lýst ferlinu í kringum aðgerðina og stungið upp á hvernig drepa megi tímann.
Nánar um aðgerðardaginn …

Gjörgæslan – BIVA

Híngað fara börnin fyrst eftir aðgerð og dvelja í tvo eða fáeina daga undir vökulum augum sérhæfðra hjúkrunarfræðinga, þar til ástand þeirra verður stöðugt og þau flytjast á Legudeildina.
Nánar um gjörgæsluna …

Legudeildin – Avdelning 67

Þegar almennt ástand barnsins er stöðugt flyst það á legudeildina/barnahjartadeildina (Avdelning 67).
Umönnun fer fram sem teymisvinna.  Þar dvelur barnið þar til að það er útskrifað.
Nánar um legudeildina …

Útskrift – heim á ný

Útskriftin er gleðistund. En fyrst þarf ítarlega læknisskoðun.  Fyrir útskrift, oftast á sjálfan útskriftardaginn, er viðtal við lækni þar sem gengið er frá útskriftarpappírum og öðrum praktískum atriðum. Þá er einnig útskriftarviðtal við hjúkrunarfræðing.

Nánar um útskriftardaginn …

Fleira fróðlegt

Reynslusögur

Hér eru sögur um krakka, 2 mánaða, 11 mánaða og 17 ára, sem fara í hjartaaðgerð og það sem þau ganga í gegnum. Sögurnar eru á vef spítalans í Lundi:

Saga (2 mánaða) þarf að fara í hjartaaðgerð

– myndasaga: Saga (2 mån) som hjärtopereras – film

Lovísa (11 mánaða) þarf að fara í hjartaaðgerð
– myndasaga: Lovisa (11 mån) ska hjärtopereras – bildspel

– myndasaga fyrir litla krakka: Lovisa (11 mån) ska opereras sitt hjärta – bildspel för yngre barn

Friðrik (17 ára) þarf að fara í hjartaaðgerð

– myndasaga: Fredrik (17 år) ska hjärtopereras – bildspel