Skip to main content

Corience.org

Corience er óháð, evrópsk upplýsingaveita um meðfædda hjartagalla sem miðlar aðgengilegum og áreiðanlegum upplýsingum sem er auðvelt að skilja og hafa mikið fræðslugildi.

Á Corience er að finna upplýsingar um ólíkar tegundir hjartagalla, hvernig einfalda megi hjartasjúklingum lífið og margt fleira.
Mjög fróðlegur vefur.

Sjúkratryggingar Íslands

Hér er að finna mörk hagnýt atriði, t.d. varðandi meðferð erlendis. Okkur gagnast best að skoða síðuna “Heilbrigðisþjónusta“.

Tryggingastofnun ríkisins

Tryggingastofnun ríkisins

Umhyggja

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins.

Umhyggja er sprottin frá norræna félaginu Nordisk förening for syke barns behove, NOBAB. Íslandsdeild norrænu samtakanna var stofnuð í maí 1980, en nokkrum árum síðar var nafninu breytt í Umhyggja. Upphaflegir stofnendur Umhyggju voru fagfólk á barnadeildum Landspítala og Landakotsspítala og var félaginu ætlað að bæta hag barna á sjúkrahúsum og standa vörð um félagsleg réttindi langveikra barna. Smám saman þróaðist starfsemin og æ fleiri foreldrar gengu í félagið. Stærsta breytingin varð í febrúar 1996 þegar átta foreldrafélög gengu í Umhyggju, en í dag eru aðildarfélögin orðin 16 talsins.

Hjartagallar

Ítarleg lýsing á helstu hjartagöllum, meðferð o.fl. á ensku (Children’s Heart Federation)

Systkinasmiðjan

Markmið systkinasmiðjunnar er að veita systkinum barna með sérþarfir tækifæri til að hitta önnur systkini og ræða við jafnaldra sína um hluti sem tengjast því að eiga systkini með sérþarfir.  Einnig að gefa foreldrum og fagfólki tækifæri til að kynnast því hvernig það er að alast upp með fötluðu eða veiku systkini.

Barnahjartadeild Háskólasjúkrahússins i Lundi

Heimasíða barnahjartadeildar (Avdeling 67) spítalans í Lundi.

Children’s Hospital Boston

Heimasíða barnaspítalans í Boston.

Barnaspítali Hringsins, Landspítala

Barnaspítali Hringsins

Hjartalíf

Hjartalif.is hefur það að markmiði að miðla upplýsingum til almennings, hjartasjúkra og aðstandenda þeirra um þeirra hjartans mál. Allt milli himins og jarðar – hjartatengt. Meira stílað inn á áunnin hjartavandamál fullorðinna en margt fróðlegt fyrir okkur líka.