Skip to main content

Árlegir viðburðir

Árlegir viðburðir eru nokkrir og er jafnan reynt að hafa aðgang frían og hressingu ef við á og hægt er

Sem dæmi má nefna eftirtalda viðburði:

Sumarhátíðin

Þá koma fjölskyldur hjartabarna saman á einhverjum stað þar sem boðið er upp á fjölbreytilega dægrastyttingu, s.s. í Fjölskyldugarðinum eða Skemmtigarðinum í Gufunesi. Gjarnan er þá boðið upp á hressingu, grillaða pylsur og drykki í lok dags. Mæting er alltaf mjög góð á sumarhátíðina og mikið fjör.

Bingó

Bingó er líka haldin árlega, þar sem vinningar hafa verið af betri endanum.

Jólaball

Jólaballið einn af hápunktum félagslífsins. Þangað mætir að sjálfsögðu alltaf jólasveinn, hljómsveit leikur fyrir jólatrésdansi. Allir fá nammi eða þá hressingu sem hentar – sumir vilja frekar kaffi.

Spilakvöld foreldra

Á spilakvöldi er spiluð félagsvist, öllum er velkomið að koma með sínar eigin veigar og markmiðið að hafa notalega og skemmtilega kvöldstund með öðrum foreldrum. Vinningarnir eru ekki af verri endanum hér heldur en fyrri daginn og hefur ríkt mikil ánægja meðal foreldra eftir kvöldið.

Leikhúsferðir og bíóferðir

Þá eru ótaldir óreglulegri viðburðir, s.s. leikhúsferðir og bíóferðir. Vænn afsláttur hefur fengist af miðum á slíkar ferðir.

Tilkynningar um alla viðburði Neistans eru birtar á vefnum okkar. Þær eru einnig sendar í tölvupósti til félagsmanna.