Skip to main content

Meðfæddir hjartagallar

Árlega fæðast á Íslandi um 70 börn með hjartagalla, eða u.þ.b. 1,7% allra lifandi fæddra barna hér á landi

Um það bil helmingur þeirra þarf að gangast undir aðgerð og sum þeirra oftar einu einu sinni.

Grein úr læknablaðinu um greiningu hjartagalla á Íslandi

Hjartaskurðaðgerðir

Áður fyrr voru allar hjartaskurðaðgerðir á íslenskum börnum framkvæmdar erlendis. Fyrst í Kaupmannahöfn, síðan á Englandi og síðar Boston en á síðastliðnum árum hafa börn verið send í aðgerð til Lundar. Þó fara þónokkur börn ennþá til Boston til aðgerðar og rannsókna.

Fyrsta hjartaskurðaðgerðin var framkvæmd á Íslandi árið 1990 en upp úr 1996 var um helmingur allra aðgerða framkvæmdur hérlendis. Til ársloka 2000 voru framkvæmdar 79 hjartaskurðaðgerðir hér á íslandi, lokaðar aðgerðir voru 46 (án hjarta og lungnavélar) og opnar aðgerðir voru 33 (með notkun hjarta- og  lungnavélar).

Helstu hjartagallar sem gert er að á Íslandi eru:

  • Op á milli gátta (atrial septal defect)
  • Ósæðarþrengsli (coarctation aortae)
  • Framhjáveita (shunt aðgerð)
  • Opin fósturæð (patent foramen ovale)
  • Æðahringur (vascular ring)

Hér verða taldir upp algengustu hjartagallarnir og útskýrt í stuttu máli hvað þeir þýða: (í vinnslu)

 Op á milli gátta (atrial septal defect/ASD)

atrial septal defect diagram

ASD er einn af algengustu meðfæddu hjartagöllunum. Það er þegar op er á á veggnum sem aðskilur gáttirnar í hjartanu (efri hólf hjartans) getur súrefnisríkt blóð blandast við súrefnissnautt blóð í hjartanu og í alvarlegum tilfellum getur það leitt til aukins álags á hjarta og lungu. Ef gatið er lítið getur það lokast af sjálfu sér þegar barnið stækkar en ef gatið er stórt getur þurft að setja “bót” í gatið til að loka því sem gert er í opinni aðgerð. Barnið er í eftirliti hjá hjartalækni sem fylgist með þróun og stærð gatsins og hann metur það hvort þörf er á aðgerð eða ekki.

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um ASD

Op á milli slegla (ventricular septal defect/VSD)

VSD diagram

Op á milli slegla þýðir að það er gat í veggnum sem aðskilur neðri hjartahólfin og er einnig einn af algengustu meðfæddu hjartagöllunum. Opið getur ýmist verið stórt eða lítið og veldur því einnig að súrefnisríkt blóð blandist við súrefnissnautt blóð sem getur aukið álag að hjartavöðvann og lungun. Ef opið er lítið er fylgst með því og hvort það lokist af sjálfu sér eftir því sem barnið stækkar en ef opið er stórt eða er ekki að minnka eftir því sem barnið stækkar getur þurft aðgerð til að loka því. Opinu er lokað með bót líkt og í ASD og er gert í opinni hjartaaðgerð.

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um VSD

Ferna Fallots (Tetralogy of Fallot)

Tetralogy of Fallot diagram

Ferna Fallots felur í sér blöndu af fjórum göllum sem eru:

  • Þrenging í eða undir lungnaslagæðarloku
  • Op á milli slegla (VSD)
  • Tilfærsla á upptökum ósæðar
  • Þykknun á hægri slegli

Birtingarform sjúkdómsins geta verið mismunandi eftir því hversu alvarlegir þessir þættir eru í hverju tilfelli. Börn með FF geta verið bláleit vegna skerts blóðflæðis til útlima. Ferna Fallots er galli sem krefst skurðaðgerðar, og í sumum tilfellum þarf nokkrar aðgerðir til að leiðrétta gallann.

Hér má nálgast ítarlegri upplýsingar um Fernu Fallots (TOF)

Íslensk rannsókn um TOF

Ósæðarlokuþrengsl (aortic valve stenosis/AVS)

stenotic aortic valve

Þrengsli í ósæðarloku getur leitt til þess að lokan starfar ekki rétt, þá opnast hún eða lokast ekki á réttan hátt eða getur lekið. Það getur leitt til aukins þrýstings í hjartanu eða skerts blóðflæðis.

Hér er hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar um ósæðarlokuþrengsl