Skip to main content

Aðgerð erlendis

Það eru sennilega fáir sem myndu ímynda sér að börn sem fæðast með hjartagalla væru í betri stöðu á Íslandi en mörgum, ef ekki flestum öðrum löndum en það er engu að síður svo. Íslensk börn sem þurfa að gangast undir hjartaskurðaðgerð njóta þjónustu einhverra allra bestu hjartalækna heims á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi (Skånes universitetssjukhus, Lund) og á Barnaspítalanum í Boston (Boston Children’s Hospital).

Að fara með barn sitt í hjartaaðgerð til útlanda getur reynt töluvert á mann. Í fyrsta lagi er það beint tilfinningalegt álag að þurfa yfir höfuð að eiga barn sem þarf í hjartaaðgerð. Í öðru lagi getur allt varðandi aðgerðina virkað flókið og erfitt að átta sig á gangi mála. Í þriðja lagi þekkjum við hvorki spítalann né borgina og erfitt getur verið að finna algengustu hluti. Þessum síðum er ætlað að hjálpa til við að létta þessum þáttum öllum.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á síður sem fjalla um alla helstu þætti sem snerta hjartaaðgerð í útlöndum.  Þeim er raðað í nokkurs konar tímaröð.  Flestum síðunum fylgir einnig pdf skjal, einblöðungur eða bæklingur sem fjallar um sama hluta af ferlinu.  Þessa einblöðunga mætti t.d. prenta út og hafa við hendina.

Athugið að enn vantar bæklinga fyrir Boston en unnið er að því að bæta þar úr.  Í sumum tilvikum gætu Lundarbæklingarnir þó komið að ágætum notum fyrir Bostonfara.

Undibúningur og ferðin út


Undirbúningur ferðarinnar – Hvað þarf að hafa með? Hver reddar gistingu? Hvað kostar þetta? …

Prentvænir bæklingar:

1 Undirbúningur utanfarar.pdf (Lundur)

Næring og börn á brjósti – Gagnlegar upplýsingar fyrir mjólkandi mæður.

2 Brjóstagjöf og mjaltavélar (Lundur)

Ferðalagið út – Hvernig förum við til Keflavíkur? Hvað gerum við þegar við erum lent úti?

3 Ferðalagið til Lundar.pdf

4 Leigubíllinn.pdf (Lundur)

 

Innritunin, aðgerðin og dvölin á spítalanum


Innritunin og aðgerðardagurinn

Hvað gerist innritunardaginn? En aðgerðardaginn? Hvað gerir maður á meðan á aðgerðinni stendur?

6 Innritunin og aðgerðin.pdf (Lundur)

Dvölin á spítalanum

Fær maður að hitta barnið strax eftir aðgerð? Er það vakandi? Hvað verður það lengi á gjörgæslu og hvert fer það þá? Hvað verður barnið lengi á legudeildinni? Hvernig eyðir maður tímanum? Er aðgangur að Internetinu?

Gjörgæslan í Lundi (BIVA)

7 BIVA – Gjörgæslan.pdf

Barnahjartadeildin í Lundi (Avdeling 67)

8 Deild 67 – Barnahjartadeildin.pdf

Þjónusta á sjúkrahúsunum og afþreying í Lundi og Boston


Þjónusta á sjúkrahúsunum, bæði í Lundi og í Boston er framúrskarandi. Þar er auðvelt að fá hvers kyns aðstoð og þjónusta öll er til fyrirmyndar, stutt í veitingar og annað sem máli skiptir. Þá eru báðar borgirnar af þægilegri stærð, auðvelt að rata um og finna alla helstu afþreyingu.

Þjónusta á spítalanum í Lundi

Prentvænir bæklingar:

5 Sjúkrahússvæðið.pdf (Lundur)

Afþreying í Lundi

Prentvænir bæklingar:

9 Afþreying í Lundi.pdf (Lundur)

Heimferð


Útskrift – heim á ný

10 Að aðgerð lokinni.pdf