Fréttir
Hér eru allar fréttir saman komnar í góðum félagsskap - Alveg síðan í janúar 2009
Í stað þess að skiptast á pökkum þetta árið ákváðu nemendur og starfsfólk Höfðaskóla á Skagaströnd að styrkja Neistann. Saman söfnuðu þau samtals 87.000 krónum og við þökkum við þeim…
Neistablaðið 2020 er komið út! Í ár var ákveðið að prófa að gefa blaðið út á rafrænu formi en hér fyrir neðan má lesa blaðið. Í blaðinu má m.a. finna…
Hlauptu þína leið! Þó að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár er samt hægt að reima á sig hlaupaskóna með því að fara út…
Á miðvikudagskvöld hittust nokkrar magnaðar hjartamömmur, spjölluðu, áttu góða kvöldstund saman og perluðu armbönd með áletruninni "Hjartabarn". Verkefnið er tilraunaverkefni og er í vinnslu en armböndin eru að sænskri…
Aðalfundur fór fram í gær, þann 3. júní. Árið 2019 var viðburðarríkt og gott ár og almennt ríkir mikil ánægja með störf félagsins. Kosið var í 4 sæti stjórnar auk…
Í dag fagnar Neistinn 25 ára afmæli! Í ljósi skrítinna tíma verður engin afmælishátíð í ár en við munum í stað þess halda upp á veglegt 26 ára afmæli að…
Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 3. júní kl. 20:00 í Síðumúla 6 (2. hæð). Dagskrá: Kosning fundarstjóra og ritara Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins lagðir fram Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram…
Neistinn óskar öllum vinum og velunnurum gleðilegs sumars! Með hækkandi sól og bjartari tímum framundan vonum við að sumarið færi ykkur gæfu og gleði! Takk fyrir veturinn 🙂

Áætlað var að halda páskabingó Neistans, 1. apríl. nk. Í ljósi samkomubanns munum við fresta því um óákveðinn tíma. Ný dagsetning verður auglýst við fyrsta tækifæri. Hugsum vel um hvort…

Stjórn Neistans hefur ráðið Ellen Helgu Steingrímsdóttur í starf framkvæmdastjóra. Ellen Helga hefur mikla reynslu af starfi Neistans, sem fyrrverandi stjórnarmaður og sem móðir hjartabarns. Ellen Helga er hjúkrunarfræðingur að…
Frá sóttvarnalækni Sóttvarnalæknir beinir því til félagasamtaka og félaga sjúklinga og/eða aðstandenda að koma eftirfarandi skilaboðum um smitvarnir vegna kórónaveiru (COVID-19) á framfæri til þeirra sem málið varðar: Gripið hefur…

Febrúar er tileinkaður konum og hjartasjúkdómum Go Red Ísland sem og börnum með meðfædda hjartagalla, hvetjum alla til að KLÆÐAST RAUÐU 7. FEBRÚAR

Framkvæmdastjóri - hlutastarf Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna auglýsir 50 % stöðu framkvæmdastjóra frá 1.mars næstkomandi eða eftir samkomulagi. Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna var stofnað þann 9.maí 1995. Félagið…

Vikuna 7.-14. febrúar stendur yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla. Þessa viku eykur Neistinn áherslu á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfsemi Neistans. Einnig mun…

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2002-2006), verða í Danmörku næsta sumar. Búðirnar standa yfir dagana 16. – 23. júlí 2020. Þeir sem hafa áhuga á að taka…

Skrifstofa Neistans verður lokuð 24. desember til 3. janúar 2020. Stjórn og framkvæmdastjóri óska öllum gleðilegar jólahátiðar ♥

Dagatal Neistans 2020 er komið út! Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri. Ólafur Jóhann Steinsson tók myndirnar og gaf alla sína vinnu við dagatalið og færum…

Grunnskólinn í Hveragerði færði Neistanum veglega peningagjöf, 1.480.000 krónur sem söfnuðust á góðgerðardegi skólans. Við færum nemendum og starfsfólki skólams hjartans kveðju fyrir styrking og óskum þeim gleðilegra hátíðar ♥

Limsfélagar komu saman á föstudaginn til að að heiðra minningu Haraldar Bjarkasonar sem var einn af stofnfélögum félagsins og má segja að hann hafi jafnframt verið upphafsmaður þess að Limsfélagið…

Hó Hó Hó. Nú minnum við á JóLABALLIÐ. Allir þurfa að vera klárir sunnudaginn 8. desember, kl. 14 - 16 að mæta í safnaðarheimili Grensássóknar. Jólasveinninn kemur með pokann góða…
Jólastelpa og jólastrákur til sölu - Athugið takmarkað magn í boði. Neistinn er með til sölu takmarkað magn af jólaóróum - jólastelpu og jólastrák. Til er bæði í rauðu og…

Spilakvöld Neistans var haldið föstudagskvöldið 8.nóvember síðastliðinn. Þetta er árlegur viðburður sem er búin að festa sig í sessi hjá foreldrum hjartabarna og félagsmönnum úr Takti. Þetta er góður vettvangur…

Föstudaginn 27. september kl. 18:00 hefst hjartadagsgangan í Elliðarárdalnum. Lagt verður af stað við brúnna sem er á milli gömlu rafstöðvarinnar og Toppstöðvarinnar. Göngustjórar eru starfsmenn Hjartaheilla og Neistans, styrktarfélags…

Gétar Hermannsson og Kornelia, dóttir hans, eru íslenskir víkingar búsettir í Svíþjóð. Á hverju ári taka þau þátt í víkingahátíðum víðsvegar á Norðurlöndunum og þar með talið á Íslandi. Undanfarin…

Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi…
Helst á döfinni Margt spennandi framundan hjá okkur í vetur. Fylgist með á heimasíðu okkar neistinn.is, á fésbókarsíðunum okkar, instagram og snapchat. · 27. september kl. 18:00 Hjartaganga: Hjartaganga…

Hjartaþræðingardeild Landspítalans fær gjöf frá Jónínusjóðnum Nýtt hjartaþræðingartæki var tekið í notkun hjá hjartaþræðingardeild Landspítala við Hringbraut, 13.september. Með því er 11 ára gamalt tæki endurnýjað og hefur deildin nú…

Jæja núna þegar allt er að smella í rútínu og svona er ekki tilvalið að hnoða í fyrsta hjartamömmuhittingi vetrarins? Allar hjartamömmur velkomnar í höfuðstöðvar Neistans í húsi SÍBS Síðumúla…

Nú styttist heldur betur í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 24. ágúst n.k. Skráningarhátíðin er í fullu fjöri í Laugardalshöllinni, og við hvetjum alla til að koma við hjá…

Lokað vegna sumarleyfa. Skrifstofur Neistans og Hjartaheillar verða lokaðar 1. júlí til og með 5. ágúst 2019. Hægt verður að hafa samband í síma 899-1823 ef eitthvað kemur upp á…
Aðalfundur Neistans var haldinn miðvikudaginn 22.maí síðastliðinn. Almenn ánægja ríkir með vinnu félagsins síðasta liðið ár og kosið var í nýja stjórn. Helga Kristrún Unnarsdóttir, ritari og Sólveig Rolfsdóttir, meðstjórnandi…

Sumarhátíð Neistans verður haldinn í Björnslundi í Norðlingarholti miðvikudaginn 12.júní frá 17:00-19:00. Dróttskátar úr skátafélaginu Skjöldungum verða á svæðinu og munu þeir poppa á eldi og vera með snúrubrauð. Hoppukastalinn…

Unglingahópur Neistans ætlar að hittast sumardaginn fyrsta ( 25.apríl ) i Rush garðinum kl 16:00. Kostnaður er 2000 krónur sem veitir aðgang að garðinum i 120 mín og eftir hoppið…
Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 22. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð). Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Reikningar félagsins lagðir fram 4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna…

Hið árlega BINGÓ Neistans brestur á miðvikudaginn 10. apríl kl. 17 - 19, í safnaðarheimili Grensáskirkju, háaleitisbraut 68. Bingóið er fyrir alla félagsmenn og vini, unga og aldna og að…

Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 16.mars 2019 í sal Kiwanisklúbbs Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a, 200 Kópavogi. Takið kvöldið frá og setjið…

Ágætu félagsmenn í Neistanum á Norðurlandi Föstudaginn 1. mars ætlar stjórn Neistans að koma til Akureyrar og halda spilakvöld með foreldrum hjartabarna á svæðinu og fullorðnum með hjartagalla. Stjórnin mætir…

Umsóknarfrestur fyrir orlofshús Umhyggju rennur út 15.mars næstkomandi. Sótt er um með því að senda tölvupóst á umhyggja@umhyggja.is Umsóknareyðublöðin er að finna á heimasíðu félagsins www.umhyggja.is Vinsamlega fyllið út í alla þá…

Í stað þess að senda jólagjafir eins og Lífland hefur gert um árabil var ákveðið í ár að láta andvirði gjafa og sendingarkostnaðar renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna og…

Neistinn óskar öllum félagsmönnum sínum sem og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með hjartans þakklæti fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.

Í desember á hverju ári eru starfsmenn leikskólans Norðurbergs með vinaviku þar sem þau draga út leynivin og gera vel við hann í orði og litlum glaðningum. Í lok vinaviku…

Í liðinni viku fékk Neistinn veglegan styrk frá Landsneti en í stað þess að senda jólakort ákváðu þau að styrkja okkur í staðinn. Við erum Landsneti hjartanlega þakklát og óskum…

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2001 -2005), verða á Íslandi næsta sumar. Búðirnar standa yfir dagana 19. – 26. júlí 2019. Þeir sem hafa áhuga á…

Dagatal Neistans 2019 er komið út! Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri. Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum. Þeir sem…

Þessi yndislegu brúðhjón, Ester og Björn giftu sig 12. maí síðastliðinn Þau komu færandi hendi á dögunum og gáfu Neistanum 290 þúsund krónur sem safnaðist í brúðkaupi þeirra Ester er…