Skip to main content
Category

Unglingastarf

Unglingahittingur 6.mars

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að hittast næstkomandi miðvikudag, 6. mars !

Neistinn býður hjarta – unglingum 13 – 18 ára i Lasertag í Smárabíó, kl 17:15. Eftir fjörið verður fengið sér pizzu og gos/vatn þar sem hægt verður að spjalla yfir góðum mat 😊

Skráning fer fram með því að  senda póst á neistinn@neistinn.is – skráningu lýkur á hádegi 5. mars !

ATH mikilvægt er að skrá sig.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Birkir og Margrét Ásdís

Hægt er að sjá viðburð hér.

Sumarbúðir hjartveikra unglinga 2024

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 2006 -2010), verða á Íslandi í  sumar.

Búðirnar standa yfir dagana 9. – 16. júlí 2024. 

 

Sumarbúðirnar eru með breyttu sniði í ár þar sem þetta verða Evrópubúðir – löndin sem taka þátt í ár eru Ísland, Finnland og Spánn (en er möguleiki á að fleiri lönd bætist við ! )

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við Neistann í síma 899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í sumarbúðirnar.

Umsóknarfrestur er til 15. mars, 2024.

Unglingahittingur 13.nóvember

By Fréttir, Unglingastarf
Unglingahópur Neistans ætlar að hittast mánudaginn, 13. nóvember !
Neistinn býður unglingum 13 – 18 ára í Minigarðinn, mæting er 17:00.
Eftir fjörið þar er fengið sér í gogginn á svæðinu og spjallað saman 😊
Skráning fer fram með því að senda póst á neistinn@neistinn.is – ATH mikilvægt er að skrá sig.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Birkir og Margrét Ásdís

Unglingahittingur 18.september

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að hittast mánudaginn, 18. september !

Neistinn býður unglingum 13 – 18 ára í keilu í Egilshöll, mæting er 17:30.

Eftir fjörið þar er ferðinni heitið á Shake & Pizza þar sem hægt verður að spjalla yfir góðum mat 😊

Skráning fer fram með því að senda póst á neistinn@neistinn.is – skráningu lýkur á hádegi 17. september ! ATH mikilvægt er að skrá sig.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Birkir og Margrét Ásdís

 

Ath unglingahópur Neistans er á facebook.

Norrænu sumarbúðirnar 2023

By Fréttir, Unglingastarf

Norðurlandasumarbúðir hjartveikra unglinga voru að þessu sinni haldnar í Varala, Tampere í Finnlandi dagana 16.- 23.júlí.

Níu ofurhressir unglingar fóru frá Íslandi ásamt tveimur fararstjórum og er þáttaka í þessum sumarbúðum ómetanleg reynsla fyrir þau og dýrmætur tími sem þau munu varðveita um alla tíð.

Eins og alltaf var full dagskrá alla daga !

 

Allt frá nafnaleikjum til keppni á bestu útfærslu á framlagi Finna í Eurovision. Farið á paddelboard, Kayak, skemmtigarð, búbblubolta, jetskí, hoppað í sjóinn, fyrirlestur fyrir unglingana, farið í Flowpark, verslunarferð, fleiri leiki, dodgeball keppni og margt margt fleira.

 

Ótrúlega gaman að sjá unglingana blómstra í þessari ferð og njóta þess að vera saman og kynnast öðrum unglingum.

Þrátt fyrir að þekkjast lítið sem ekkert fyrir ferðina þá skynja þau strax að þau eiga svo margt sameiginlegt enda öll með svipaða lífsreynslu að baki sem aðrir eiga erfitt með að skilja til fulls.

Þau tengjast öll á samfélagsmiðlum eftir ferðina og halda þannig áfram sambandi eftir að heim er komið.

Við viljum þakka Hreyfli og Fagform sérstaklega fyrir stuðninginn ❤️

Reynslusaga – Hekla Björk

By Fréttir, Reynslusögur, Unglingastarf
Ég er eineggja tvíburi og fæddist fyrirburi sjö mín á undan tvíburasystur minni fyrir 23 árum, ég var greind viku gömul með alvarlegan hjartagalla og var vart hugað líf. Fór í mína fyrstu stóru opnu hjartaaðgerð aðeins 3 mánaða gömul til Boston.
Ég fæddist með m.a. þrönga fósturæð og stór göt á milli hjartahólfanna og var einnig með yfir hundrað göt í hjartabotninum, sem Hróðmar hjartalæknir kallaði Swiss cheese (svissneskur ostur). Mér var vart hugað líf þar sem ég var svo lítil og létt líka. Fór svo aftur tveggja ára til Boston í opna hjartaaðgerð og einnig í hjartaþræðingar þar sem komið var fyrir sérstöku hjartabúnaði.
Er greind með Goldenhar heilkenni, hjartagalla sem er margskonar og er í dag með hjartabúnað sem heita Starflex og Cardioseal.
Ég hef mikin áhuga á bókum, söng, ferðast, prjóna og Nútímafimleikum sem ég bæði æfi og kenni hjá Öspinni. Er einnig að vinna annan hvern mánudag á Bókasafninu í Kópavogi sem ég elska. Fór til Abu Dhabi árið 2019 og keppti í Special Olympic og fór einnig í sumar til að keppa á Norðulandamóti í Nútímafimleikum fatlaðra.
Fannst einnig mjög gaman að fara með Neistanum í Norrænar sumarbúðir fyrir unglinga með hjartagalla og hitta aðra sem hafa gengið í gegnum það sama og ég hafði gert yfir ævina ❤️

By Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir norrænna hjartaunglinga verða haldnar í Tampere, Finnlandi vikuna 16. – 23. júlí 2023. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og blómstra. Undanfarin ár hefur verið dýrmætt að fylgjast með unglingunum mynda traust jafningjasambönd í sumarbúðunum.

Fyrir hverja:

Sumarbúðirnar eru fyrir 14-18 ára unglinga (fæddir eru 2005-2009) með meðfædda hjartagalla. Í heildina taka 40 unglingar þátt en þeir koma frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Í sumarbúðunum verður starfandi hjúkrunarfræðingur auk þess sem hvert land sendir 2 farastjóra út með krökkunum.

 

Verð:

75.000 krónur. Innifalið í verði er flug, afþreying, fullt fæði og gisting.

Skráning:

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í Norrænu sumarbúðirnar eru beðnir um að hafa samband við Neistann með því að hringja í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is. Þar sem takmarkað pláss er í sumarbúðirnar ganga þeir fyrir sem ekki hafa farið áður. Umsóknarfrestur er til 31.janúar 2023.

Unglingahittingur 6.desember

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að hittast næstkomandi þriðjudag, 6.desember !

Neistinn býður unglingum 13 – 18 ára i Bogfimisetrið, Dugguvogi 42, kl 17:45.

Leiðbeinandinn yfir reglurnar og kennir ykkur á búnaðinn. Þegar kennslan er búin er ykkur velkomið að byrja að skjóta en leiðbeinandi verður alltaf á svæðinu og ykkar innan handar, við fáum svo 60 mínútur til að skjóta  😊

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn með því að  senda póst á neistinn@neistinn.is – skráningu lýkur á hádegi mánudaginn 5.desember !

Hlökkum til að sjá ykkur !

Birkir og Margrét Ásdís

Reykjavík Escape og hamborgarafabrikkan

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans hittist aftur  síðastliðinn miðvikudag og áttu þau dúndur góðan tíma saman.

Farið var í Reykjavík Escape þar sem þau fóru í 2 herbergi, skipt var í tvo hópa þar sem annar fór í Prison Break og hin fór í Bank Heist. Allir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir smá keppni á milli herbergja 😄

Eftir fjörið í Reykjavík Escape var haldið á Hamborgarafabrikkuna þar sem fengið var sér að borða og spjallað saman.

Mætingin var mjög góð og eru allir spenntir fyrir næsta hitting 🥰

Erum ótrúlega ótrúlega stolt af þessum flotta hóp og hlökkum til að sjá hann stækka og dafna ❤️

 

Unglingastarf Neistans er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.

Unglingahittingur 28. september

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að hittast næstkomandi miðvikudag, 28. september !

Neistinn býður unglingum 13 – 18 ára i Reykjavík Escape, Borgartúni 6, kl 17:45. Eftir fjörið þar er ferðinni heitið á Hamborgarafabrikkuna þar sem hægt verður að spjalla yfir góðum mat 😊

Hægt er að melda sig á viðburðinn hér  

Eða senda póst á neistinn@neistinn.is – skráningu lýkur á hádegi 27. september ! ATH mikilvægt er að skrá sig.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Birkir og Margrét Ásdís