Hjartagáttin er fræðsluvefur, vefgátt, sem hefur eftirfarandi megintilgang:
- Að upplýsa á sem bestan hátt þá sem standa að börnum sem fæðast með hjartagalla.
- Að undirbúa aðstandendur barna sem þurfa að fara í hjartaaðgerð.
- Að styðja fylgdarmenn barna sem eru með þeim í aðgerð erlendis.
- Að fræða aðstandendur hjartabarna um líf og umönnun þeirra.
Þeir sem standa að Hjartagáttinni eiga allir hjartabörn sjálfir, sem farið hafa í aðgerð til útlanda, eina eða fleiri. Öll lifa þessi börn heilbrigðu og góðu lífi í dag. Þeir hremmingarnar sem fylgja því að þurfa að fylgja barni sínu í hjartaaðgerð (og gleðina sem fylgir á eftir). Þess vegna settu þau upp Hjartagáttina, til að létta álagið og draga úr óvissunni og óörygginu sem fylgir aðgerðunum og lífinu með hjartagalla.
Á Hjartagáttinni er safnað saman öllum þeim upplýsingum sem talið er að komi að gagni við að gera sig kláran og fara í gegnum aðgerðarferlið og einnig að lifa lífinu í framhaldinu.