Neistinn er ágætisvettvangur fyrir hjartabörn og aðstandendur þeirra til að hittast og skemmta sér saman og bera saman bækur sínar o.s.frv. Félagsfundir eru haldnir á veturna þar sem við komum saman og ræðum málefni barnanna og miðlum reynslu sem er ómetanlegt, sérstaklega foreldrum sem eiga börn sem nýlega hafa greinst með hjartagalla. Oft koma fyrirlesarar fundina til að ræða málefni hjartveikra barna
Tilkynningar um alla viðburði Neistans eru birtar á vefnum okkar. Þær eru einnig sendar í tölvupósti og bréfpósti til félagsmanna.
Árlegir viðburðir eru nokkrir og er jafnan reynt að hafa aðgang frían og hressingu ef við á og hægt er. Sem dæmi má nefna sumarhátíðina, bingó og jólaballið.
Sjá meira um ýmsa viðburði hér.
Hjartaunglingarnir, 14 – 18 ára, fara stundum saman í leikhús og bíóferðir o.fl. og hafa mörg hver kynnst vel í gegnum unglingastarf Neistans.
Sjá nánar um unglingastarfið hér.
Mömmukvöldin eru algerlega óformleg – og ekki leiðinleg. Þar er einfaldlega er spjallað um heima og geima, hjartamál eða ekkihjartamál, yfir einhverri hressingu.