Skip to main content

Skilmálar vefverslunar Neistans

Þegar þú verslar í netverslun Neistans rennur allur ágóði til Neistans.

Verð

  • Verð eru án VSK þar sem vörurnar eru undanþegnar virðisaukaskatti.
  • Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp.
  • Ef vara er ekki til á lager mun Neistinn endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

Afhenting vöru:

  • Eingöngu er boðið upp á sendingu innanlands.
  • Afhendingartími er 1-5 virkir dagar en það er einnig hægt að sækja vöru á skrifstofu Neistans. Hafi pöntunin ekki borist innan uppgefins afhendingartíma er viðskiptavinum bent á að hafa samband við Neistann með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is
  • Viðskiptavinur fær staðfestingarpóst sendan á uppgefið netfang þegar vara hefur verið pöntuð.
  • Ef vara kemst inn um bréfalúgu er hún send sem óskráð bréf, annars er hún send sem pakki.
  • Neistinn tekur ekki ábyrgð á að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstllúgur. Í þeim tilfellum þar sem merkingum er ábótavant mun Íslandspóstur senda pöntunina til baka og lendir tilfallandi kostnaður á viðskiptavini.

Skilafrestur

  • Viðskiptavinur getur skilað vöru keypt af Neistanum innan 14 daga. Við skil á vöru þarf hún að vera óskemmd í upprunalegum umbúðum sem eru óopnaðar.
  • Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda en ef vara reynist gölluð greiðir Neistinn fyrir endursendingu vörunnar.

Greiðslumöguleikar
Í vefverslun Neistans er boðið upp á að greiða með öllum helstu greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu hjá SaltPay.

Miðlun upplýsinga
Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál. Neistinn áskilur sér rétt til að hafa samband við viðskiptavini í þeim tilgangi að miðla til þeirra upplýsingum um starfsemi félagsins og leiðir til að styðja við starfsemi þess. Ef gögn eru afhent þriðja aðila í þágu félagsins er gerður vinnslusamningur um meðhöndlun persónuupplýsinga.

Lög um varnarþing
Þessi samningur er gerður í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 7. febrúar 2022

Fyrirtækjaupplýsingar
Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna
Borgartún 28a
105 Reykjavík
Sími: 899-1823
Netfang: neistinn@neistinn.is