Skip to main content

Til Keflavíkur

Ef barnið kemur beint af Barnaspítala Hringsins er það yfirleitt flutt í sjúkrabíl. Nýfædd börn eru oft í hitakassa, sem síðan er komið fyrir í flugvélinni.
Aðstandendur fara ekki með í sjúkrabílnum heldur alltaf á eigin vegum.
Ef barnið kemur heiman frá sér koma aðstandendur barninu sjálfir til Keflavíkur.

Flugið

Hvar sitjum við?
Ef líkur eru á að barnið þurfi súrefnisgjöf á leiðinni er ferðast á viðskiptafarrými enda betra að hafa gott svigrúm.  Þá kemur læknir með.

Athugið að þótt farið sé á viðskiptafarrými út, gæti verið flogið á almennu farrými heim.

Barn yngra en 2 ára:

Ef ferðast þarf á viðskiptafarrými (sjá hér að ofan) fær barnið eigið sæti.  Hægt er að hafa bílstól meðferðis og láta hann vera í sætinu en halda þarf á barninu í flugtaki og lendingu.
Ef flogið er á almennu farrými, ferðast barnið eins og önnur ungabörn og hefur því ekki eigið sæti.

Barn 2 ára eða eldra:

Barnið ferðast í eigin sæti.

Hvað eigum við að hafa með í flugið?
Mikilvægt er að muna eftir:

  • Lyfjum
  • Barnamat

Gott getur verið að taka með:

Afþreyingu fyrir barnið, t.d. bækur, leikföng, tónlist, tölvu
Lítið teppi eða sæng

Ef barnið fer með sjúkrabíl á spítalann taka sjúkraflutningamenn á móti því á flugvellinum.

Lundur

Á Kastrupflugvelli tekur leigubíll á móti aðstandendum.  Þeir fara með honum til Lundar.  Ef barnið hefur komið í hitakassa eða með sjúkrabíl á flugvöllinn er langlíklegast að barnið fari með sjúkrabíl til Lundar.  Annars fara allir saman í leigubílnum.

Boston

Ef barnið fer í sjúkrabíl af flugvellinum fara foreldrar með honum líka – a.m.k. annað.  Annars sjá aðstandendur sjálfir um að koma sér og barninu á hótel, eða á spítalann ef við á.
Þá er best að taka ‘formlegan’ leigubíl.  Í Boston eru þeir staðsettir við hornið á flugstöðvarbyggingunni ca. 100 m. til vinstri þegar komið er út.  Ekki taka bíl hjá mönnum sem hóa í þig framan við bygginguna.

Privacy Preference Center

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

r/collect

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gat, _gid
collect

Other