Skip to main content

Hjartamömmur – Mömmuklúbbur

Hjartamömmur hittast að meðaltali einu sinni í mánuði,  spjalla, hlæja, skiptast á reynslusögum og eiga notalega kvöldstund.

“Við deilum reynslu, styðjum, hvetjum, skemmtum okkur og erum til staðar fyrir hvora aðra”

Á Facebook er að finna lokaða hópinn “Hjartamömmur” og er þar vettvangur til að ræða, leita ráða og deila fréttum af börnunum okkar.

Hlaupahópur

Út frá mömmuhópnum okkar hefur myndast hlaupahópur. Þar erum við duglegar að hvetja hvora aðra og hittast og hlaupa saman.

Árið 2015 tókum við í fyrsta skipti þátt sem hópur í Reykavíkurmaraþoninu og höldum áfram að safna áheitum árlega fyrir félagið okkar!

Endilega kíkið á hópana okkar og kynnið ykkur málið!

Það þarf ekki að vera frábær til að byrja, en það þarf að byrja til að verða frábær!

Hvernig varð mömmuhópurinn til?

“Við vinkonurnar kynntumst allar í gegnum veikindi barnananna okkar. Við hittumst og spjöllum reglulega, höfum hjálpast að í gegnum sjúkrahúslegur ofl og erum hálfgerður saumaklúbbur! 
Eina helgina sem við hittumst allar saman, skemmtum okkur yfir góðum umræðum og mat, og þá fundum við hvað þessi vinskapur okkar var orðinn ómissandi.  Ég kom úr Keflavík, Helga kom alla leið frá Akureyri, Dagmar Björk úr Hveragerði og Katrín er í stórborginni – við hjartamömmurnar erum alls staðar!

Út frá þessu kvöldi stofnuðum við grúppu hér á fésbókinni fyrir hjartamömmur – okkur fannst þessi jafningjastuðningur vera nauðsynlegur, og greinilega fleirum – en við erum að detta í 100 meðlimi, allt núverandi eða verðandi mæður hjartabarna- og engla. 

Þetta er vettvangur fyrir spjall, til að kynnast öðrum í svipuðum sporum og styðja hvor við aðra. Okkur stöllum hefur amk þótt ómetanlegt að geta leitað til hver annarrar hvort sem það tengist börnunum okkar, hlaupum eða menningarnótt!”

– Sandra Valsdóttir

Sandra Valsdóttir sér nú um hópinn “Hjartamömmur á norðurlandi” og er tengiliður Neistans, búsett á Akureyri.