Skip to main content

Orlofshúsin okkar

Félagsmönnum Neistans bjóðast afnot af orlofshúsum Umhyggju

Um er að ræða tvö hús, annað í Vaðlaborgum í Eyjafirði, gegnt Akureyri, hitt í Brekkuskógi. Í báðum húsum er gott aðgengi fyrir fatlaða og herbergi með sjúkrarúmi.

Í öllum herbergjum eru rúm og er svefnaðstaða fyrir 8 manns auk rúms fyrir ungabarn.

Það er heitur pottur og 75 m2 sólpallur með rampi niður á góða og stóra grasflöt.  Einnig eru leiktæki á lóðinni.

Sækja um sumarhús

Vaðlaborgir

Vaðlaborgir Orlofshúsið er í fallegri orlofshúsabyggð sem risið hefur við Eyjafjörð, gegnt Akureyri.  Húsið er leigt allan ársins hring!

Húsið er 80 m2 og vel búið.  Þar er hjónaherbergi, 2 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofa.  Veröndin er stór og á henni er heitur pottur.

 

Nánar um orlofshúsið í Vaðlaborgum

Brekkuskógur

Brekkuskógur Orlofshúsið er frábærlega staðsett í kjarri vöxnu landi nærri Laugarvatni.

Húsið er 92 m2 og er með þremur svefnherbergjum, baðherbergi og opnu rými (sem er stofa, borðstofa og eldhús).

Baðherbergið er mjög stórt og er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða.

Nánar um orlofshúsið í Brekkuskóg