Skip to main content

Unglingakvöld Neistans

By nóvember 7, 2016Fréttir

14 október sl. hittist unglingahópur Neistans í húsakynnum Neistans að Síðumúla 6. Byrjuðum á því að háma í okkur pizzur og með því svo mætti Pílusamband Íslands til okkar sem var svo frábært að bjóða hópnum okkar uppá kennslu í pílukasti sem endaði svo í keppni þeirra á milli, við skemmtum okkur alveg konunglega og var komin mikil keppni í mannskapinn, þau voru ótrúlega fljót að komast uppá lagið. Frábært skemmtun fyrir okkur öll!

Þökkum Pílusambandinu sem og unglingunum fyrir frábæra kvöldstund, hlökkum til næsta hittings sem verður fljótlega og auðvitað hvetjum við hjartveika unglinga á aldrinum 13 + til að mæta á næsta hittng sem verður auglýstur á heimasíðu Neistans, Facebook síðunni og í netpósti svo ef þið eruð ekki með netfangið skráð hjá Neistanum þá endilega sendið okkur línu á neistinn@neistinn.is og skráið það hjá Neistanum,


Kær kveðja . Guðrún og Jói, umsjónarmenn unglingahópsins


Pílukastsambandið er með flott unglingastarf sem við hvetjum alla til að kíkja á en heimasíðan þeirra er hér. Öflugt og skemmtilegt starf í frábærum félagsskap!

Endilega kíkið svo á heimasíðu Pílukastsambands Íslands og á facebook síðuna þeirra


unglingakvold