Skip to main content
Category

Fréttir

Unglingahittingur 28. september

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans ætlar að hittast næstkomandi miðvikudag, 28. september !

Neistinn býður unglingum 13 – 18 ára i Reykjavík Escape, Borgartúni 6, kl 17:45. Eftir fjörið þar er ferðinni heitið á Hamborgarafabrikkuna þar sem hægt verður að spjalla yfir góðum mat 😊

Hægt er að melda sig á viðburðinn hér  

Eða senda póst á neistinn@neistinn.is – skráningu lýkur á hádegi 27. september ! ATH mikilvægt er að skrá sig.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Birkir og Margrét Ásdís

 

Árshátíð 2022

By Fréttir

Árshátíð fyrir félagsmenn Neistans og Takts sem hafa náð 18 ára aldri verður haldin hátíðleg 8. október 2022!
Húsið opnar kl 18:30 með fordrykk og mun Grillvagninn síðan sjá um að enginn fari út í nóttina svangur.

Veislustjóri verður sá eini og sanni Lárus Blöndal, einnig þekktur sem Lalli töframaður, hann mun halda uppi fjörinu og þegar líður á kvöldið mun Dj Spotify taka við keflinu.

Happdrættið verður á sínum stað með stórglæsilegum vinningum ásamt því að hægt verður að festa gleðina á filmu í myndabásnum fræga !

Kaffi og gos í boði en aðra drykki komum við með okkur sjálf 🥂

Verðið eru litlar 5.500 kr á haus og millifærsla fer inn á eftirfarandi reikning: 0133-26-011755 kt: 490695-2309 og senda svo staðfestingu á neistinn@neistinn.is

Hægt er að skrá sig og greiða til 3.október og miðar verða afhentir við innganginn

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga frábæra stund saman ❤️

Sumarhátíð Neistans 2022

By Fréttir

Fimmtudaginn 11. ágúst var sumarhátíð Neistans loksins haldin eftir 2 ára bið. Hátíðin var haldin í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þó að sólin hafi ekki látið sjá sig var vel mætt og bros á öllum andlitum.

Það var sannarlega gaman að sjá félagsmenn aftur eftir ansi langan tíma þar sem það var ekki hægt að hittast enda margir í áhættuhóp. 

Guðrún og Hrafnhildur kepptust við að grilla pylsur ofan í gestina svo var boðið upp á ís, gos, svala og fjölbreytta dagskrá.

Krakkahestar komu og fengu krakkarnir að fara á bak við mikla lukku allra. Lalli töframaður mætti á svæðið í stuði, gaf börnunum blöðrudýr, var með skemmtiatriði og mátti heyra hlátur áheyrenda langt að.

Tónafljóð lokaði svo dagskránni með einkar skemmtilegu tónlistaratriði eins og þeim einum er lagið og er undirrituð enn að söngla lög úr vinsælum teiknimyndum.

Í Guðmundarlundi er frábær aðstaða fyrir alla. Sumir gestir hátíðarinnar spreyttu sig á minigolfi og frisby golfi. Einnig voru allskonar leiktæki fyrir krakkana. Það lögðust eflaust mörg börn þreytt á koddann sinn eftir daginn. 

Við þökkum samstarfsaðilum sem gerðu það að verkum að það var hægt að halda svona veglega sumarhátíð! 

 

Jónína Sigríður Grímsdóttir

Viltu vera með okkur í liði ?

By Fréttir

Viltu vera með okkur í liði ?❤️

Öll börn sem fæðast hér á landi með meðfæddann hjartagalla fá poka í gjöf frá Neistanum. Í þessum poka hefur verið að finna upplýsingar um það sem er framundan ásamt kisubangsa sem er heklaður af Boggu ömmu, prjónuðum Neistahúfum, tösku og vatnsbrúsa frá Tulipop ❤️

Við erum að leita af yndislegum fyrirtækjum sem væru til í að hjálpa okkur að gleðja þessar fjölskyldur áfram ❤️❤️

Norrænu sumarbúðirnar 2022

By Fréttir, Unglingastarf

Norðurlandasumarbúðir hjartveikra unglinga voru að þessu sinni haldnar í Stidsholt Sports School í Norður Jótlandi, Danmörku, nánar tiltekið dagana 24.-31. júlí.

Fimm ofurhressir krakkar fóru frá Íslandi og er þátttaka í þeim ómetanleg lífsreynsla fyrir unglingana og dýrmætur tími sem þau varðveita í hjörtum sér um ókomna tíð.

Eins og alltaf var full dagskrá alla daga. Pokahopp, rjómaleikur, skotbolti,ferð á ströndina og á Skagen, verslunarferð, diskókvöld, vatnsstríð, dönsk jól og margt margt fleira.

 

Okkur fararstjórum þykir alltaf jafngaman að upplifa hvað unglingarnir eru fljótir að kynnast og njóta þess að vera saman. Þau skynja strax að þau eiga svo margt sameiginlegt enda öll með svipaða og oft á tíðum þunga lífsreynslu að baki sem aðrir jafnaldrar þeirra eiga erfitt með að skilja til fulls.

Þau tengjast öll á Instagram, snaphat og facebook og halda þannig áfram sambandi eftir að heim er komið.

Sum hafa meira segja ferðast á eigin vegum milli landa til að hittast og viðhalda vináttunni persónulega.

Það var ótrúlega gaman að fá að fara loksins aftur í sumarbúðirnar eftir tveggja ára fjarveru og eru krakkanir strax farnir að hlakka til næsta árs en þá verða sumarbúðirnar haldnar í Finnlandi ❤️

Við viljum þakka sérstaklega heilbrigðisráðuneytinu, Hreyfli  og Ingu Elínu fyrir stuðninginn ❤️

Sumarhátíð Neistans

By Fréttir

Nú styttist í sumarhátíð Neistans!

 

Hún verður haldin fimmtudaginn 11. ágúst kl 17-19 í Guðmundarlundi – Kópavogi, SJÁ KORT HÉR).

 

Það verður dúndur grillpartýíspinnarLalli töframaðurhestarminigolf og frisbígolf !

 

Endilega fylgist vel með hér !

 

Við hlökkum til að sjá ykkur

Neistinn og Flügger

By Fréttir

Ertu á leiðinni í málingarverkefni ? Þú getur fengið að minnsta kosti 20% afslátt af málingu og verkfærum og á sama tima styrkt Neistann ❤️

Þú getur heimsókt næstu Flügger verslun og verslað í gegnum staðgreiðslureikning Neistans og þú færð afslátt og styrkir okkur í leiðinni ❤️

 

Ofurhetjur Neistans

By Fréttir

Neistinn leitar eftir ofurhugum til að hlaupa fyrir ofurhetjurnar okkar! Reykjavíkurmaraþonið er helsta fjáröflunarleið Neistans ár hvert og hafa fjölmargir hlaupið fyrir félagið í gegnum tíðina, svo núna leitum við eftir flottu fólki til að skrá sig inná hlaupastyrk og safna áheitum!

 

https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/394-neistinn-styrktarfelag-hjartveikra-barna

 

Neistinn lofar fjörugri hvatningarstöð á hlaupadegi, einnig verður Neistinn með aðstöðu til að afhenda hlaupagöng á Fit and Run Expo tveimur dögum fyrir hlaup.

Okkur hlakkar mikið til að hitta alla þá flottu hlaupara sem ætla að standa við bakið á Neistanum!

Pizza og keila

By Fréttir, Unglingastarf

Unglingahópur Neistans hittist loksins aftur síðastliðinn miðvikudag í Egilshöllinn.

Allir spiluðu saman keilu og fengu sér síðan pizzu og gos. Mætingin var mjög góð og allir skemmtu sér ótrúlega vel og ánægð að unglingastarfið sé byrjað aftur !

Mikið spjallað saman og nýjar vináttur mynduðust. Erum ótrúlega ánægð með þennan flotta hóp og hlökkum til að sjá hann blómstra ❤️

 

Unglingastarf Neistans er styrkt af heilbrigðisráðuneytinu.