Fræðsla fyrir foreldra hjartveikra barna á Norðurlandi
Fimmtudaginn 19. maí n.k. kl. 16:30 ætlar dr. Sigríður Halldórsdóttir í Háskólanum á Akureyri
að fræða foreldra og aðra aðstandendur hjartveikra barna um sál- og taugaónæmisfræði.
Fræðslan fer fram í Zontahúsinu á Akureyri, Aðalstræti 54.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta og fræðast um hvernig hægt er að styrkja ónæmiskerfið og hitta aðra foreldra og félagsmenn í Neistanum.