Skip to main content

Söfnunarþáttur í opinni á SkjáEinum á föstudaginn

By ágúst 22, 2011Fréttir

aallravorum

Á föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 21:00 verður söfnunar- og skemmtiþáttur í opinni dagskrá á SkjáEinum. 

Þar geta landsmenn tekið þátt og safnað fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.

Á meðan á söfnuninni stendur verður fjöldi skemmtiatriða auk þess sem landsþekktir svara í síma og taka á móti styrkjum. 

Allir sem koma að útsendingunni leggja átakinu lið í sjálfboðavinnu.

Einnig er hægt að horfa á þáttinn á netinu á http://www.skjarinn.is/live/ og www.mbl.is.

Hafið stórt hjarta fyrir lítil, og hjálpið okkur að safna fyrir lífsnauðsynlegu tæki fyrir börn með meðfædda hjartagalla.