Skip to main content

Rúm milljón safnaðist í afmælissöfnun Kringlunnar

By október 25, 2012Fréttir

 

Kringlan safnar milljón„Láttu hjartað ráða“ var söfnun sem Rekstrarfélag Kringlunnar stóð fyrir til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Söfnunin var liður í hátíðahöldum í tilefni 25 ára afmælis Kringlunnar.

 

Afraksturinn hefur nú verið afhentur Neistanum og safnaðist rúmlega ein milljón króna í stóran hjartalaga risasparibauk. Söfnunarhjartað var staðsett í hjarta Kringlunnar og var fólk hvatt til að láta 500 kr. af hendi rakna og um leið að lita hjartað rautt.

 

Stærsta einstaka framlagið í söfnunina kom frá fasteignafélaginu Reitum, sem gaf 250 þúsund krónur.

 

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Kringlunnar, afhenti Guðrúnu Bergmann Franzdóttur, formanni Neistans, ávísun á söfnunarupphæðina. Með á myndinni er Anney Birta Jóhannesdóttir,dóttir Guðrúnar.

 

Morgunblaðið fimmtudaginn 25. október 2012