Skip to main content
Monthly Archives

September 2013

Alþjóðlegi hjartadagurinn: Leikhópurinn Lotta

By Fréttir


Leikhópurinn Lotta

Haldið verður uppá 30 ár afmæli Hjartaheilla og Alþjóðlega hjartadaginn sunnudaginn 29. september 2013.   Þá munum við efna til 3 km göngu frá Síðumúla 6, kl. 11:00 og ganga um Laugardalinn.


Kl. 12:00 mun leikhópurinn Lotta koma í Síðumúlann og skemmta börnum sem fullorðnum og að því loknu býður Subway gestum upp á samlokur. Vonandi sjáum við sem flesta mæta.

 


Einnig verður Hjartadagshlaupið á vegum Hjartaverndar. Hlaupið er frá Kópavogsvelli kl. 10:00. Hægt er að skrá sig í hlaupið á www.hlaup.is en í boði eru 2 vegalengdir.

jakob hleypur

Reykjavíkurmaraþon – 50 hlupu fyrir Neistann

By Fréttir

 

Reykjavikurmaraþon - Jakob hleypur

 

Reykjavíkurmaraþonið fór vel fram að vanda og hlupu um 50 hlauparar til góðs fyrir Neistann.  Ekki er enn ljóst hve mikið safnaðist fyrir okkur, en þó það að upphæðin nemur hundruðum þúsunda og er hærri en nokkru sinni. 

 

Á myndinni hér til vinstri koma hjartastrákurinn Jakob Smári og systir hans, Malín, í mark en þau hlupu ásamt bróður sínum og föður og söfnuðu áheitum fyrir Neistann.

 

Hægt er að sjá alla hlauparana okkar með því að smella hér.

 

Neistinn þakkar af öllu hjarta þessu góða fólki fyrir framgöngu þeirra svo og þeim sem tóku upp veskið og hétu á hlaupara Neistans.