Skip to main content

Á döfinni – haust 2013

By október 16, 2013Fréttir

Guðrún og jólasveinn

Nú er eins gott að draga fram almanakið og setja hring um nokkra daga. 

Það stefnir í skemmtilegan vetur hjá okkur.

 

Vídeókvöld (Unglingahópurinn)

Unglingahópurinn ætlar að hittast fljótlega heima hjá Guðrúnu og Jóa (höfum við heyrt) og hangsa og chatta yfir vídeói eða eitthvað.  Nánar seinna.

 

Spilakvöld (foreldrar)

Spilakvöld fyrir foreldra hjartabarna verður haldið föstudaginn 8. nóvember.  Menn ráða því hvað þeir taka spilið alvarlega en þarna verða veglegir vinningar í boði.  Og fullt af þeim.

 

Á spilakvöldin kippa menn gjarnan með sér einhverri hressingu til að liðka um spilafingurna (og málpípuna).

 

Bíó – öll fjölskyldan

Eins og vanalega verður okkur boðið í bíó á einhverja frábæra fjölskyldumynd þegar nær dregur jólum.  Öll smáatriðin verða hér á vefnum þegar nær dregur.

 

Jólaball

Að vanda verður jólaballið á sínum stað.  Jólasveinninn kemur með pokann góða.  Dansað verður í kringum jólatréð og allt það.  Kaffi og krakkahressingar og bara mikil gleði.  Jólaböllin hafa verið rosalega vel sótt enda stemningin bara frábær. 

Takið frá sunnudaginn 8. desember, kl. 14 – 16.

 

 

Munið Fésbókarsíðuna okkar:

      https://www.facebook.com/neistinn.styrktarfelaghjartveikrabarna

 

Nánari upplýsingar um unglingastarfið er að finna hér.