Skip to main content

20 ára afmæli styrktarsjóðs hjartveikra barna

By maí 14, 2016

 

Styrktarsjóður hjartveikra barna verður 20 ára á hvítasunnudag og að því tilefni ætlar Neistinn að halda afmælisveislu á leikstofu Barnaspítala Hringsins, þriðjudaginn 17. maí, kl. 15:00-17:00.


Ævar

Í veislunni verður boðið upp á ýmislegt skemmtilegt! Ævar Vísindamaður mun koma og skemmta bæði börnum og fullorðnum með sýnum einstaka hætti. Ung hjartastelpa mun leika á trompett við undirleik hjartalæknis síns, börnum gefst kostur á að fara í andlitsmálun og formaður stjórnar Styrktarsjóðsins mun segja nokkur orð.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta í þessa skemmtilegu afmælisveislu.