Skip to main content

Aðalfundur Neistans 2016

By apríl 26, 2016

 

 

Aðalfundur Neistans verður haldinn í kvöld (26. apríl) klukkan 20:00 að Síðumúla 6, 2. hæð

 

Dagskrá

 

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins lagðir fram

3. Lagabreytingar*

4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram

5. Ákvörðun félagsgjalds

6. Kosning nýs formanns**

7. Kosning stjórnar***

8. Önnur mál

 

* Lagt er til að d-liður 4. greinar hljóði svo (sjá núverandi lög hér):
Stjórn getur falið framkvæmdastjóra, einstökum félagsmönnum eða nefndum að starfa sjálfstætt að verkefnum en þau standi skil gerða sinna gagnvart stjórninni.


** Núverandi formaður Fríða Björk Arnardóttir gefur ekki kost á sér.
Eitt framboð hefur borist, frá Elínu Eiríksdóttur ritara stjórnar.


***  Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára. Tveir stjórnarmeðlimir munu ekki gefa kost á sér á ný og það ræst af formannskjörinu hvort kosið verði aukalega í eitt sæti til eins árs.  Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita á neistinn@neistinn.is