Skip to main content

Dagur hestsins – Neistabörnum boðið á bak

By apríl 22, 2016Fréttir


Dagur hestsins – allir á bak 1. maí

Þann 1. maí verður dagur íslenska hestsins haldinn hátíðlegur um allt land. Hestamannafélög munu taka á móti gestum og kynna starfsemi sína, teyma undir börnum og fræða fólk um íslenska hestinn. 


Skjólstæðingar Neistans eru boðnir sérstaklega velkomnir í Samskipahöllina þennan dag, en nánari upplýsingar um dagskrána verða birtar þegar nær dregur á vefsíðunni www.sprettarar.is.


Samskipahöllin er á hesthúsasvæði Spretts í Kópavogi sem er rétt aftan við íþróttahúsið Kórinn og stendur höllin við Hestheima 14-16.


Hestamenn safna fyrir Neistann

Við viljum enn fremur benda á söfnun Hrossaræktar ehf, til stuðnings Neistanum og Krafti

Söfnunin hófst með hinni glæsilegu stóðhestaveislu á dögunum, þar sem Sandra Valsdóttir mætti sem fulltrúi Neistans.

 

Hægt er að styðja félögin með því að kaupa miða í stóðhestahappdrætti Hrossaræktar sem fást í öllum hestavöruverslunum landsins.  Vinningar eru m.a. folatollar undir marga af bestu stóðhestum landsins. 


Einnig er hægt að leggja frjáls framlög til söfnunarinnar á

Kt.: 600111-0510

R.: 0101-15-383439


Aurora velgerðarsjóður gefur 1 kr. á móti hverri sem safnast hjá hestamönnunum, svo það er eftir miklu að slægjast.

 

Aðstandendur söfnunar Hrossaræktar ehf. vonast til að sjá sem flesta Neistamenn á degi hestsins!