Aðalfundur fór fram í gær, þann 3. júní. Árið 2019 var viðburðarríkt og gott ár og almennt ríkir mikil ánægja með störf félagsins.
Kosið var í 4 sæti stjórnar auk formanns. Guðrún Bergmann Franzdóttir, Katrín Brynja Björgvinsdóttir, Arna Hlín Daníelsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram en Neistinn þakkar þeim kærlega fyrir störf þeirra í þágu félagsins.
Ragna Kristín Gunnarsdóttir var kjörinn formaður og í stjórn félagsins sitja nú:
- Ragna Kristín Gunnarsdóttir – formaður
- Berglind Ósk Ólafsdóttir – varaformaður
- Jónína Sigríður Grímsdóttir – ritari
- Elín Eiríksdóttir – gjaldkeri
- Anna Steinsen – meðstjórnandi
- Sara Jóhanna Jónsdóttir – meðstjórnandi
- Hrafnhildur Sigurðardóttir – meðstjórnandi
Neistinn er heppinn að fá slíkar kraftmiklar kjarnakonur til liðs við sig og við hlökkum mikið til komandi tíma með þessari öflugu stjórn.
Ellen Helga Steingrímsdóttir gegnir starfi framkvæmdastjóra félagsins.