Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn 29. september ár hvert og við höldum upp á daginn með hjartadagshlaupi og hjartadagsgöngu.
Laugardaginn 2. október klukkan 10:00 verður hjartadagshlaupið ræst. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og er þátttaka ókeypis. Hlaupið verður ræst frá Kópavogsvelli og liggur hlaupaleiðin um Kársnesið.
Þann sama dag klukkan 9:30 hefst hjartadagsgangan fyrir þá sem ætla ekki að hlaupa. Gengið verður inn Kópavogsdalinn ca. 2-3 km. Labbað verður af stað fyrir framan stúkuna á Kópavogsvelli.