Næsti úthlutunarfundur Styrktarsjóðs hjartveikra barna verður þriðjudaginn 28. september. Fjölskyldur sem orðið hafa fyrir fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna eru hvattar til að sækja um styrk fyrir þann tíma.
5 milljónir
Það er ánægjulegt að segja frá því að hægt hefur verið að styðja við bakið á öllum þeim fjölskyldum sem sótt hafa um fjárhagsstuðning í ár. Veittur hefur verið einn útfararstyrkur ásamt styrkjum til að létta undir kostnaði og tekjumissi tengdum aðgerðum og rannsóknum. Fjölskyldur hjartveikra barna hafa því fengið um 5 milljónir króna úthlutað úr sjóðnum í ár.
Styrktarumsókn
Fylla þarf út umsókn um fjárstyrk og láta læknisvottorð fylgja með. Umsókninni er síðan skilað til:
Gunnlaugs Sigfússonar barna-hjartasérfræðings
Barnaspítala Hringsins
101 Reykjavík
Allar nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Neistans, í síma 899-1823 eða með því að senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is.