Norðurlandasumarbúðir hjartveikra unglinga voru í júlí í ár en Neistinn átti 12 fulltrúa þar þeas 10 hjartveika unglinga á aldrinum 14-18 ára og 2 fararstjóra, að þessu sinni vorum við í Finnlandi Tampere, en norðurlöndin skiptast á að halda búðirnar í fyrra voru þær í Danmörku, næst Noregur Svíþjóð og svo Ísland 2019 og þá er það í þriðja skiptið sem við höldum búðirnar en þær hafa samt verið starfrækar allt frá 1985 en Ísland tók fyrst þátt í þeim 2005.
Sumarbúðirnar í ár voru alveg frábærar eins og síðustu ár 🙂 mikið leikið, spjallað, hlegið og skemmt sér, það var farið í skemmtigarð, verslunarferð, kajak, jetsky, fljótandi sauna og margt fleira skemmtilegt, það er yndislegt að sjá hvað unglingarnir blómstra í þessum búðum þekkjast flest ekki neitt áður en þau fara en eignast svo vini til frambúðar, þær eru erfiðar kveðjustundirnar eftir þessa viku, en við vitum að þau eru öll þakklát fyrir að fá að upplifa þetta og kynnast krökkum í sömu stöðu og þau og búin að upplifa svipaðar aðstæður og veikindi og tala nú ekki um að vera með 50 stk af unglingum og allir með ör, óleymanlegur tími fyrir þau og við fararstjórarnir eru einnig þakklát fyrir að fá þau öll í lif okkar, gerir óendanlega mikið fyrir okkur að sjá þau eignast svona marga vini og njóta lífsins til fulls.
Guðrún Bergmann og Jóhannes Geir.