Skip to main content

Spilakvöld Neistans og Takts

By október 20, 2021október 31st, 2021Fréttir
Spil á hendi

Hið árlega spilakvöld verður loksins haldið aftur föstudaginn 5. nóvember klukkan 19:30

Við ætlum að spila í minningu hjartamömmunnar og hjartaömmunnar Elísabetar Bjarnason eða Lísu eins og við þekkjum hana. Það voru ófá skipti sem hún mætti, spilaði og rústaði keppninni.

Hjartaforeldra og GUCH-ara sem hafa náð 18 ára aldri eru hvattir til að mæta og hafa gaman á meðan við spilum félagsvist. Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, þær verða rifjaðar upp áður en við byrjum. Þeir sem hafa mætt áður vita hversu mikil skemmtun þessi kvöld eru og þeir sem hafa aldrei mætt ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara enda þrusu góður félagsskapur, veglegir vinningar og snarl í boði. Spilarar sjá sjálfir um að koma með drykki með sér.

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 3. nóvember á neistinn@neistinn.is. ATH mikilvægt að tilkynna þátttöku.