***Breytt tímasetning****
Hjartamömmuhittingurinn frestast um viku og verður 18. nóvember klukkan 20:00
Fyrsti hjartamömmuhittingur vetrarins verður 11. nóvember klukkan 20:00 þar sem Ragnhildur Guðmundsdóttir mun koma og halda erindi um áföll og áfallastreituröskun.
Þetta er vettvangur fyrir mæður hjartabarna til þess að koma saman, spjalla, skiptast á reynslusögum, hlægja og eiga notalega kvöldstund.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Allar hjartamömmur eru velkomnar í höfuðstöðvar Neistans í húsi SÍBS Borgartúni 28a.
Næsti hittingur verður 2. desember klukkan 20:00 svo það er um að gera að taka frá þessa daga.