Skip to main content
All Posts By

a8

Bíó fyrir félagsmenn á norðurlandi

By Fréttir

Borgarbíó á Akureyri býður hjartabörnum í bíó á sunnudaginn, 19. febrúar kl. 15:30 á Billa Blikk.

Frítt er fyrir hjartabarn og einn fylgdarmann 🙂

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skella sér í bíó, og þökkum Borgarbíói kærlega fyrir 😉

Við minnum líka á mömmuhópinn fyrir norðan, Hjartamömmur á norðurlandi 🙂

Blóðgjöf er lífgjöf!

By Fréttir

Fimmtudaginn 9. febrúar var blóðsöfnunardagur Neistans haldinn í samstarfi við Blóðbankann sem hluti af vitundarviku um meðfædda hjartasjúkdóma.

Þá voru félagsmenn sérstaklega hvattir til að gefa blóð í tilefni dagsins og lögð rík áhersla á að breiða út boðskapinn um blóðgjöf, en mörg hjartabörn hafa þegið blóð frá gjafmildum gæðablóðum.

Stjórnarmeðlimir Neistans voru á staðnum og kynntu félagið gestum og gangandi og buðu börnum upp á andlitsmálun og blöðrur. Blóðbankinn bauð einnig upp á köku í tilefni dagsins og var margt um manninn – bæði af fastagestum sem og nýskráðum.

Neistinn þakkar öllum þeim sem komu og gáfu blóð í tilefni dagsins.

Blóðgjöf er lífgjöf!

Neistabíó!

By Fréttir

Laugarásbíó bauð félagsmönnum Neistans á teiknimyndina Billi Blikk, sunnudaginn 29. janúar síðast liðinn. Við höfum notið velvildar Laugarásbíó síðast liðin ár, og færum þeim hjartans þakkir fyrir.

Frábær mæting var á sýninguna og allir skemmtu sér konunglega.

Borgarbíó á Akureyri bauð jafnframt félagsmönnum fyrir norðan á Billa Blikk þann 19. febrúar síðast liðinn.

Hjartans þakkir fyrir okkur!