Skip to main content

Dagatal 2011

By janúar 1, 2011Fréttir

Dagatal Neistans 2011Annað árið í röð gefum við út dagatal með myndum af 13 hjartveikum börnum á aldrinum 2-18 ára.

Þau eru til sölu á skrifstofu samtakanna að Síðumúla 6, s: 552-5744 eða í gsm 899-1823 og í versluninni Engey Smáralind.  Dagatölin verða líka seld á Akureyri og Ísafirði.

Árni Rúnarsson tók myndirnar og færum við honum hjartans þakkir fyrir en hann gaf alla sína vinnu við dagatalið.

Dagatalið kostar 1500 kr. Ágóðinn rennur óskertur til handa hjartveikum börnum og fjölskyldum þeirra.  Hafðu stórt hjarta fyrir lítil.