Skip to main content

Jólaball Neistans ofl.

By desember 6, 2011Fréttir

Jólaball Neistans 2011, bíóferð og Unglingahópur

Jólaball Neistans verður haldið laugardaginn, 10. desember n.k. kl. 13:00 – 15:00 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Þá syngjum við saman og dönsum við undirleik SÍBS bandsins, gæðum okkur á góðum kökum og meðlæti. Og að sjálfsögðu mætir Sveinki á svæðið og aldrei að vita nema hann laumi á einhverju handa börnunum.

 

Bíóferð í boði Laugarásbíó. Félagsmönnum Neistans er nú boðið í bíó 6 árið í röð , en í ár er það ,, Elías og fjársjóðsleitin´´ 

sunnudaginn 18. desember n.k. kl. 12:00. Vonumst til að sem flestir mæti nóg pláss!!

 

 

Unglingahópurinn

Unglingahópurinn ætlar að hittast miðvikudaginn 14. desember n.k., fara saman út að borða á Lauga-ás, Laugarásvegi 1. Hittast þar kl. 18:30 fara svo í bíó kl. 20:00 í Laugarásbíó á myndina ,,Blitz´´ með Elliott Lester í boði Neistans. Þeir sem vilja koma með endilega skráið ykkur í síma 899-1823 eða sendið mail á neistinn@neistinn.is