Skip to main content

Neistinn í samstarfi við Dale Carnegie

By september 12, 2011Fréttir

 dalecarnige

 

Neistinn í samstarfi við Dale Carnegie bjóða upp á námskeið fyrir ungt fólk. Námskeiðin eru fyrir 10-12 ára, 13-15 ára, 16-20 ára og 21-25 ára. Yfir 3000 unglingar hafa útskrifast af námskeiðunum síðan í mars 2004 með mjög góðum árangri.

Félagsmenn Neistans (og systkini þeirra undir 25 ára) frá 25% afslátt af námskeiðunum.

 Í nútímaumhverfi er mikilvægt fyrir ungt fólk að hafa gott sjálfstraust, kunna að setja sér markmið, hafa jákvætt hugarfar, kunna að vinna í hópum, geta tjáð sig af öryggi og tekist á við ábyrgð og það álag sem oft skapast í þeirra lífi.

 Námskeiðið byggist upp á sex meginmarkmiðum:

  • Efla sjálfstraustið
  • Bæta hæfni í mannlegum samskiptum
  • Efla tjáningarhæfileika
  • Þróa leiðtogahæfileika
  • Bæta lífsviðhorf
  • Læra markmiðasetningu

Þess má geta að Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna og Einstök börn hafa verið í samstarfi við Dale Carnegie til að styrkja sitt unga fólk undanfarin ár, með mjög góðum árangri.

 Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 13.september kl.19 fyrir 10-12 ára og 13-15 ára (æskilegt að foreldrar mæti með) og kl.20 fyrir 16-20 ára og 21-25 ára. Fundurinn er haldinn í Ármúla 11, 3.hæð – allir velkomnir.

 Skráning fer fram á kynningarfundi, síma 555-7080 eða á netfanginu anna@dale.is           

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á www.naestakynslod.is