Skip to main content

Sumarhátíð Neistans 2011

By júní 15, 2011Fréttir

Sumarhátíð 2011

Sumarhátíð Neistans 2011 verður haldin fimmtudaginn 23. júní n.k. frá kl. 17:00 til 20:00 í skemmtigarðinum Grafarvogi. Þar gæðum við okkur á grilluðum pylsum með tilheyrandi í frábærri aðstöðu garðsins.

 

Neistinn ætlar að bjóða fjölskyldum í ævintýra minigolf sem er í dag ein vinsælasta afþreying garðsins.Þeir sem ætla að þiggja boð Neistans og fara í golfið þurfa að skrá sig fyrir 21. júní n.k. í síma 899 1823 eða senda tölvupóst á netfangið neistinn@neistinn.is svo hægt sé að raða upp í brautirnar.

 

Staðsetning

Frá Gullinbrú í Grafarvogi er ekið um 1 km leið að garðinum og sést stórt sjóræningjaskip á vinstri hönd þegar þið nálgist garðinn.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll í sumarskapi.

Stjórn Neistans