Skip to main content

Uppboð á húfum til styrktar Neistanum

By september 5, 2012Fréttir

Uppboð á húfum


Dagana 5.-10. sept. verður uppboð á húfum til styrktar Neistanum.  


Húfurnar, sem eru 44 eru prjónaðar af Guðrúnu Magnúsdóttir, höfundi bókarinnar Húfuprjón sem er nýkomin út.  Þær er allar að finna í bókinni.


Hver einasta króna sem fólk greiðir fyrir húfurnar á uppboðinu fer til Neistans. 


Uppboðið er í samstarfi við Meba í KringlunniHúfunum er stillt upp í glugga Meba og inni í búðinni er bók þar sem fólk skráir tilboð sitt.