Skip to main content

Á döfinni – vor 2013

By febrúar 18, 2013Fréttir

 

Nú er eins gott að draga fram rauða pennann og setja hring um nokkra daga á almanakinu. Það stefnir í sérstaklega skemmtilegt vor hjá okkur.


 

Árshátíð foreldra/aðstandenda

Árshátíð Neistans 2013Nú er bara að koma að því.  Eflum samstöðu aðstandenda og mætum öll á árshátíðina 9. mars á Panorama

 

Flott atriði (Hera Björk, Þorsteinn Guðmundsson, Örlygur Smári o.fl.).  Frábær matur. 

 

Prís: Aðeins 3.900 kr.

 

Allt um árshátíðina (matseðil o.fl.) má finna hér.

 

 

Páska-BINGO !!!!!!

Bingo2

Hið árlega BINGO Neistans brestur á miðvikudaginn 20. mars

kl. 17 – 19.  Spilað verður í Seljakirkju.  Bingóin eru fyrir alla fjölskylduna og er alltaf sérstaklega góð stemning á þeim og vel mætt. 

 

Fullt, fullt af flottum vinningum!


Svo gæðum við okkur á dýrinds pizzum að bingói loknu.


 

Sumarhátíð 2012Sumarhátíðin

Sumarhátíð Neistans verður á sínum stað.  Á sumarhátíðunum hafa menn eytt bróðurparti dags í hópi félagsmanna, skemmt sér við leiki alls kyns og notið veitinga saman.

 

Meira um hátíðina þegar nær dregur.

 

 

Norrænu sumarbúðirnar – opið fyrir umsóknir

Sumarbúðir norrænna hjartveikra unglinga, 14 – 18 ára (fædd 95 -99), verða í Noregi að þessu sinni dagana 20. – 27. júlí 2013.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Guðrúnu Bergmann á skrifstofu félagsins í síma 552 5744 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2013.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.